Týndur, tapaður eða skemmdur farangur

Réttarstaða farþega ef farangur tapast, tefst eða tjónast

Hvað þurfa farþegar að hafa í huga þegar farangur týnist, tefst eða tjónast? Hver er réttarstaðan og hvert skal beina kvörtunum? Hér að neðan má finna svör við helstu spurningum.

Þegar farangur tjónast

Ef þú sérð að farangur þinn hefur tjónast þegar þú sækir hann á farangursbeltinu á komuflugvelli farðu beint til þjónustuborðs flugfélagsins í töskumóttökusalnum til að tilkynna og skrá hinn tjónaða farangur.

Þjónustuborðið lætur þig fá tjónaskýrslu (Passenger Irregularity Report – PIR) ásamt persónulegu tilvísunarnúmeri. Fylltu út PIR-skýrsluna á þjónustuborðinu og óskaðu eftir afriti. Þú munt þurfa að hafa skýrsluna og númerið til að leggja fram kröfu til flugfélagsins.

Ef að taska þín skemmist eða eyðileggst í flugi að þá getur þú sent kröfu á flugfélagið fyrir verðmæti töskunnar og innihaldi hennar sem skemmdist. Þú ættir að senda skriflega kröfu á flugfélagið innan 7 daga frá því þú fékkst töskuna og senda allt sem þú hefur til að sýna fram á verðmæti tjónsins (myndir af skemmdum farangri, kvittanir fyrir kaupum, o.s.frv.).

Samkvæmt Montréal sáttmálanum geta flugfélög verið ábyrg fyrir allt að 1.600 EUR á hvern farþega.

 • Ef tjónið er minna en 1.600 EUR, þá munt þú aðeins eiga rétt á endurgreiðslu fyrir raunverulegt fjárhagslegt tjón þitt.
 • Ef tjónið er meira en 1.600 EUR að þá átt þú þó ekki rétt á hærri greiðslu samkvæmt sáttmálanum.

Þú gætir þó átt rétt á hærri bótum samkvæmt lögum viðkomandi lands.

Ef farangurstaska verður fyrir „eðlilegum“ skemmdum (svo sem rispum, dældum o.s.frv.) sem fylgir því að flytja þær í flugvélum að þá taka flugfélög almennt ekki ábyrgð á því.

Þegar farangur tefst eða týnist

Ef farangur berst ekki á töskubandinu á komuflugvelli farðu beint til þjónustuborðs flugfélagsins í töskumóttökusalnum til að tilkynna og skrá hinn tapaða farangur. Ef það er ekkert þjónustuborð þá skalt þú hafa beint samband við flugfélagið til að tilkynna um málið. Þú skalt gera þetta strax – ekki bíða þangað til þú kemur aftur heim.  

Töf á farangri – er þegar farangur berst ekki á töskubandinu en er komið til þín innan 21 dags.

Tapaður farangur – litið er á farangur sem tapaðan ef flugfélag viðurkennir að hann sé tapaður eða ef farangrinum er ekki komið til þín innan 21 dags.

Þjónustuborðið í töskumóttökusalnum lætur þig fá tjónaskýrslu (Passenger Irregularity Report – PIR) ásamt persónulegu tilvísunarnúmeri. Fylltu út PIR-skýrsluna á þjónustuborðinu og óskaðu eftir afriti. Þú munt þurfa að hafa skýrsluna og númerið til að leggja fram kröfu til flugfélagsins.

Ef þú þarft að kaupa helstu nauðsynjavörur (snyrtivörur, nærföt o.s.frv.) á meðan farangur þinn er týndur þá átt þú rétt á því að fara fram á endurgreiðslu til flugfélagsins. Gættu að því að halda utanum allar kvittanir og reikninga, þar sem þú þarft að framvísa þeim þegar þú óskar eftir endurgreiðslu á vörunum.

Týndist farangur þinn á leiðinni heim? Flugfélög munu ekki endurgreiða vörur sem þú átt að öllum líkindum til heima hjá þér. Þau munu einungis endurgreiða nauðsynleg kaup (svo sem lyf, og (ef við á) varning sem þú þarft vegna sérstaks tilefnis), að því gefnu að þú getir sýnt fram á það með fullnægjandi hætti.

Samkvæmt Montréal sáttmálanum geta flugfélög verið ábyrg fyrir allt að 1.600 EUR á hvern farþega.

 • Ef tjónið er minna en 1.600 EUR, þá munt þú aðeins eiga rétt á endurgreiðslu fyrir raunverulegt fjárhagslegt tjón þitt.
 • Ef tjónið er meira en 1.600 EUR að þá átt þú þó ekki rétt á hærri greiðslu samkvæmt sáttmálanum.

Þú gætir þó átt rétt á hærri bótum samkvæmt lögum viðkomandi lands.

Ef þú ætlar að senda inn kröfu til flugfélagsins að þá ráðleggjum við þér að gera eftirfarandi:

 • Haltu utanum öll ferðagögn: svo sem brottfararmiða, bókunarstaðfestingu, kvittun fyrir innrituðum farangri og farangursmiðann.
 • Fylltu út „Property Irregularity report (PIR)“ á flugvellinum og óskaðu eftir afriti fyrir sjálfan þig.
 • Tilkynntu flugfélaginu skriflega innan 7 daga að farangurinn hafi ekki borist þegar þú komst á áfangastað. Ef þú fyllir út skýrslu að þá færðu sérstakt tilvísunarnúmer sem þú getur notað til að fylgja málinu eftir.
 • Ef þú verður fyrir aukakostnaði vegna tafa á farangri (kaup á nauðsynlegum varningi) skaltu gæta vel að því að geyma allar kvittanir/reikninga. Þegar þú sendir inn kröfu á flugfélagið að þá þarftu þessi gögn til að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón þitt.

Ef farangurinn tefst þá hefur þú 21 dag frá því þú fékkst hann afhentan til að leggja fram skriflega kröfu til flugfélagsins og óska eftir endurgreiðslu á helstu nauðsynjavörum sem þú þurfti að kaupa. Yfirleitt er hægt að senda slíka kröfu á netinu á heimasíðu flugfélagsins.

Hvað get ég gert ef farangurinn er tapaður?

Farangur er opinberlega talinn tapaður ef ekki hefur tekist að finna hann 21 degi eftir að hann týndist. Hefur farangur þinn ekki borist innan 21 dags – eða viðurkenndi flugfélagið að hann væri tapaður? Þá gætir þú átt rétt á bótum fyrir tjónið allt að 1.600 EUR, eftir verðmæti farangursins.

 • Komdu kvörtuninni skriflega áleiðis til flugfélagsins innan 7 daga. Láttu fylgja með afrit af PIR skýrslunni, brottfararmiðanum, kvittun fyrir innrituðum farangri og kvittanir fyrir þeim vörum sem þú þurftir að kaupa, ásamt kvittun fyrir töskunni sjálfri. Ef nauðsyn krefur, tilkynntu málið einnig til ferðaskrifstofu og/eða tryggingafélags þíns ef þú ert mögulega tryggður.
 • Hinkraðu eftir svari flugfélagsins og tillögu þess að málalyktum.
 • Ef þú býrð á Íslandi og um er að ræða íslenskt flugfélag
  • Hafðu samband við Neytendasamtökin. Samtökin aðstoða og ráðleggja sínum félagsmönnum.
  • Þú getur einnig lagt málið fyrir eftirlitsaðila í því landi sem röskunin átti sér stað. Hér á landi væri því t.d. hægt að leggja málið fyrir Samgöngustofu.
 • Þú býrð á Íslandi en um er að ræða erlent flugfélag staðsett í Evrópusambandinu, Noregi eða í Bretlandi.
  • Við hjá ECC á Íslandi aðstoðum neytendur sem eiga í millilandadeilum við fyrirtæki sem staðsett eru í Evrópusambandinu, Noregi eða í Bretlandi. Við getum farið yfir málið hjá þér og jafnvel annast milligöngu. Hafðu samband og við skoðum málið.

Hafðu í huga að í tilviki tapaðs farangurs að flugfélög taka gjarnan tillit til þess ef um er að ræða notaðan varning sem tapast í farangrinum. Þannig er gjarnan tekin afföll og aðeins endurgreitt verðmæti varningsins á tjónadegi.

Flugfélög verða að endurgreiða þér þau nauðsynlegu útgjöld sem þú getur sýnt fram á að þú hafir orðið fyrir, allt að 1.600 EUR.

Samkvæmt Montréal sáttmálanum geta flugfélög verið ábyrg fyrir allt að 1.600 EUR á hvern farþega.

 • Ef tjónið er minna en 1.600 EUR, þá munt þú aðeins eiga rétt á endurgreiðslu fyrir raunverulegt fjárhagslegt tjón þitt.
 • Ef tjónið er meira en 1.600 EUR að þá átt þú þó ekki rétt á hærri greiðslu samkvæmt sáttmálanum.

Þú gætir þó átt rétt á hærri bótum samkvæmt lögum viðkomandi lands.

Ef farangur þinn týnist þá hefur flugfélagið 21 dag til að finna hann og koma honum til þín. Ef þú færð farangurinn innan 21 dags þá getur þú samt sem áður farið fram á endurgreiðslu á þeim kostnaði sem flugfélag ber ábyrgð á (helstu nauðsynjavörur). Ef þú færð ekki farangurinn innan þess frests þá getur þú sótt um bætur fyrir tapaðs farangurs.

 • Skemmdur farangur
  • 7 dögum eftir að þú sóttir farangurinn
 • Tapað/skemmt innihald
  • 7 dögum eftir að þú sóttir farangurinn
 • Týndur farangur sem barst innan 21 dags
  • 21 dögum eftir flugið
 • Tapaður farangur
  • Um leið og farangur er opinberlega talinn tapaður (21 dagur)

Flest flugfélög fara eftir ofangreindum kvörtunarfrestum. Þú ættir samt alltaf að kanna málið hjá flugfélaginu til að vera viss um hvaða tímafrestir eigi við.

 • Brottfararmiða/bókunarstaðfestingu
 • Kvittun fyrir innrituðum farangri (hún er með strikamerki til að auðkenna töskuna)
 • Sönnun um að þú hafir tilkynnt atvikið (t.d. PIR skýrsluna og/eða tölvupóst til flugfélags)
 • Kvittanir/reikninga fyrir þeim nauðsynjavörum sem þú þurftir að kaupa vegna tafa
 • Sönnun á verðmæti hinna töpuðu hluta (t.d. kvittanir eða skjáskot af kortafærslum)
 • Myndir af því tjóni sem varð á tösku eða farangri
 • Kostnaðarmat á þeim viðgerðum sem þú krefst endurgreiðslu á (t.d. frá töskuviðgerðarverkstæði).

Kannaðu réttarstöðu þína með flugreikninum

Ef þú lendir í röskun í flugi eða vandræði með farangur að þá getur þú notað flugreikninn hér að neðan til að sjá í fljótu bragði hver réttarstaða þín er.