ODR

Online Dispute Resolution (ODR)

Online Dispute Resolution (ODR) er vefgátt frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem gerir neytendum og seljendum innan Evrópusambandsins, eða Íslandi, Noregi, Lichtenstein og Bretlandi, kleift að leysa úr ágreiningsmálum sem koma upp vegna netkaupa á vöru eða þjónustu án þess að þurfa að fara fyrir dómstóla.

Um ODR

Online Dispute Resolution (ODR) er vefgátt frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem gerir neytendum og fyrirtækjum innan ESB, á Íslandi, Í Noregi, Lictenstein og Bretlandi, kleift að leysa ágreining í tengslum við kaup á vöru eða þjónustu á netinu án þess að þurfa að leita til dómstóla

Þjónustan er án endurgjalds og hægt er að fá þýðingu á öllum tungumálum innan ESB og á íslensku.

Skilyrði fyrir að neytendur geti sent inn kvartanir til ODR

  • Þú býrð innan ESB, á Íslandi, í Noregi, í Liechtenstein eða í Bretlandi.
  • Seljandi er staðesttur innan ESB, á Íslandi, í Noregi, í Liechtenstein eða í Bretlandi.
  • Kvörtunin þín varðar vöru eða þjónustu sem þú keyptir á netinu.
  • Þú ert með rétt netfang hjá seljanda.
  • Þú hefur þegar kvartað skriflega til seljandans.
  • Þú hefur ekki áður leitað til úrskurðaraðila utan dómstóla með málið.
  • Þú hefur ekki áður farið með málið fyrir dómstóla

Hvernig sendi ég inn kvörtun?

1. Búðu til kvörtun

Byrjaðu á því að fylla út kvörtunarformið. Þú þarft að fylla út upplýsingar um þig, seljanda og um hvað kvörtunin snýst.

Þú getur sent kvörtunina beint inn í kerfið eða vistað sem uppkast.

Þú hefur 6 mánuði til að senda inn kvörtun þegar þú vistar hana sem uppkast. Eftir þann tíma þá verður kvörtuninni sjálfkrafa eytt

2. Veldu úrlausnaraðila

Þegar seljandi hefur samþykkt að nota ODR vettvanginn til að leysa úr ágreiningnum, þá hafið þið 30 daga til að sammælast um þann úrlausnaraðila sem á að úrskurða í málinu.

Seljandi á að senda þér, í gegnum ODR-vettvanginn, lista yfir einn eða fleiri úrlausnaraðila sem getur tekið kvörtunina að sér. Það er ráðlegt fyrir neytendur að lesa sér til um þá úrlausnaraðila sem standa til boða (kostnað, landfræðilegar takmarkanir, málsmeðferð o.s.frv.) til að tryggja að viðkomandi aðili taki að sér málið þitt.

Þú getur samþykkt einn af þeim úrlausnaraðilum sem seljandi leggur til eða óskað eftir nýjum tillögum. Ef þú stofnaðir mál án þess að skrá þig þá er nauðsynlegt að skrá sig inn til þess að geta sent málið áfram.

Ef þú og seljandi getið ekki sammælst um úrlausnaraðila innan 30 daga þá verður málið ekki tækt til frekari meðferðar.

 

3. Úrlausn kvörtunar

Þegar úrlausnaraðili kemst að niðurstöðu í málinu þá færð þú tilkynningu um það í kerfinu.

Þú munt fá tilkynningu um að niðurstaða sé komin í málið þitt. Þú þarft að skrá þig inn í kerfið til að geta nálgast niðurstöðuna

Hér getur þú skoðað nánari leiðbeiningar um ODR-vettvanginn og hvernig hann virkar.

Algengar spurningar