Hafðu samband

Hafir þú fyrirspurn um réttarstöðu þína sem neytandi innan Evrópusambandsins, á Íslandi, Noregi eða í Bretlandi ekki hika við að hafa samband við okkur.

Við aðstoðum þig án endurgjalds!

Gátlisti

Til að senda okkur kvörtun þá er mikilvægt að fara yfir gátlistann hér að neðan. Það er til þess að athuga hvort að kvörtun þín falli undir okkar þjónustu.

 • Býrð þú á Íslandi? (ef ekki þarft þú að senda kvörtun þína til ECC stöðvarinnar í þínu heimalandi, sjá stöðvar hér)
 • Varðar kvörtun þín mál vegna fyrirtækis sem staðsett er í öðru landi innan ESB, Noregi eða í Bretlandi?
 • Keyptir þú vöru eða þjónustu sem neytandi, en ekki í tengslum við fyrirtækjarekstur eða í gegnum fyrirtæki?
 • Hefur þú þegar sent skriflega kvörtun til fyrirtækisins án árangurs eða svars innan tveggja vikna?

Ef kvörtun þín fellur undir alla ofangreinda flokka þá getur þú sent málið til okkar.

Mat á kvörtun

Til þess að við getum skoðað kvörtun þína og lagt fullnægjandi mat á hana þá þurfum við að fá allar upplýsingar og gögn málsins, svo sem:

 • Tengilliðaupplýsingar um þig
 • Tengilliðaupplýsingar um seljanda
 • Skýra greinargerð þar sem þú lýsir málavöxtum og kvörtun þinni
 • Hver krafa þín er í málinu/ákjósanleg málalok
 • Afrit af samningum um kaupin
 • Afrit af greiðslukvittun
 • Samskipti við seljandann.

Þarftu aðstoð?

Ef þig vantar aðstoð, leiðbeiningar eða nánari upplýsingar um hvernig þú getur sent okkur kvörtun, eða vilt vita nánar um hvernig þjónusta okkar virkar, endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti hér, eða í síma 545-1200.

 

 

 

 

ECC á Íslandi

Guðrúnartún 1
105 Reykjavík,
Ísland
ecc[hja]eccisland.is
(+354) 545-1200