Flug

Yfirleitt, og sem betur fer þar sem við búum á eyju, er ekkert mál að ferðast með flugvél. Flestar flugvélar fara á réttum tíma, lenda á réttum tíma og ekkert kemur upp á í millitíðinni. Í þeim tilvikum sem eitthvað kemur upp á, eins og að flugi sé aflýst eða seinkað, eða yfirbókað í vélar er þó gott að vita að flugfarþegar njóta ákveðinna réttinda. Um er að ræða rétt farþega samkvæmt Evrópureglum sem gilda því jafnt hvort sem flogið er héðan, frá London eða Kanarí.

Þar sem það getur verið flókið fyrir farþega að átta sig á réttarstöðu sinni þá hefur ECC-Netið í samstarfi við norska neytendaráðið gert aðgengilegan “flugreikninn” þar sem flugfarþegar geta slegið inn forsendur flugraskanna og séð með auðveldum hætti réttarstöðu sína. Flugreiknirinn er aðgengilegur hér að neðan