Ferðast með lest – EM 2024

Ferðastu með hagstæðum og sjálfbærum hætti um Þýskaland

Þegar fyrsta boltanum verður sparkað þann 16. Júní nk. munu efalaust margir fótboltaáhugamenn um alla Evrópu vera á leið sinni til Þýskaland. ECC-Netið hefur því tekið saman ýmis góð ráð varðandi ferðalög um Þýskaland.

Þeir sem eiga miða á leik ferðast ókeypis – En það er þó einn hængur á!

Umhverfisvænasta og hagstæðasta leiðin til að ferðast til og innan Þýskalands er með lest. En hvaða lestarmiða ættir þú að velja? Einn staðlaður möguleiki er svokallaður „Fan Pass“ sem er frír 36 klukkustunda miði sem tengdur er við aðgöngumiða á fótboltaleik í EM og hægt að nálgast í UEFA EURO 2024 appinu. Sá miði gerir þér kleift að nota almenningssamgöngur í borginni þar sem fótboltaleikurinn verður spilaður frá kl 6 að morgni leikdags til 6 að kvöldi degi eftir.

Lestarmiðinn gildir innan svæðis ákveðins flutningsfélags. Hinsvegar er í Þýsklandi meira en 60 mismunandi flutningfélög („Verkehrsverbünde“), hvert og eitt með mismunandi svæði sem þau starfa á. Allt frá nokkrum borgum yfir í heil fylki. Þess vegna er mikilvægt að ferðamenn skoði vandlega fyrirfram hvaða svæði lestarmiðinn gildir á, þar sem hann er mögulega ekki gildur í nágrenni leikvangsins. Að nota almenningssamgöngur án gilds miða getur leitt til um 60 EUR sektar. Hægt er að skoða flutningssvæðin á heimasíðu UEFA undir „Travel areas“.

Sérstök fargjöld innan Þýskalands

Fyrir það folk sem ætlar að ferðast um Þýskaland, þá veitir „DB Ticket Euro 2024“ m.a. aðgang að háhraðalestum á milli leikvanga. Miði á fyrsta farrými kostar 39,90 EUR og á annað farrými kostar miði 29,90 EUR.

Fyrir þá sem stefna að því að ferðast eins ódýrt og kostur er, þá er „Deutschland-Ticket“ hjá Deutsche Bahn góður valmöguleiki. Ólíkt hinum sérstöku EURO 2024 tilboðum, þá geta hverjir sem er keypt hann. Hann veitir ótakmarkaðan flutning innan Þýskalands fyrir aðeins 49 EUR á mánuði – þó gildir hann aðeins á „regional“ og „local“ lestum, rútum, sporvögnum og neðanjarðarlestum. Þetta þýðir með öðrum orðum að miði sem keyptir er í Freiburg gildir einnig í neðanjarðarlestinni í Berlin, ferjum í Hamburg og regional lestinni í Munich.

Rétt er að hafa í huga að sá miði gildir þó ekki í langferðalestum, svo sem ICE (Intercity Express), IC (Intercity) eða EC (Eurocity) lestum. Tengilestir sem starfræktar eru af öðrum fyrirtækjum, svo sem Flixtrain, gilda ekki heldur.

 

Ókosturinn við að nýta sér „Deutschland-Ticket“

Eingöngu er hægt að kaupa Deutschland-Ticket í áskrift fyrir almannaksmánuðinn. Ef honum er ekki sagt upp fyrir 10. hvers mánaðar þá framlengist áskriftin sjálfkrafa í annan mánuð.

ECC í Þýskalandi mælir með að gerast áskrifandi fyrir 10. júní og segja svo samningnum strax upp. Það kemur í veg fyrir óvæntar rukkanir. Það er hægt að segja upp áskrift með tvennum hætti, í gegnum customer area eða á þessu netvefformi.

Ef eitthvað fer úrskeiðis í lestarferðinni, þá getur þú skoðað sérstakan leiðbeiningabækling frá ECC í Þýskalandi sem aðgengilegur er á netinu.

about author

ECC á Íslandi

ecc@eccisland.is

Help and advise for consumers in Europe