Author: ECC á Íslandi

Allt frá sérsmíðuðum skartgripum til leðurbelta og gjafabréfa, þá eru ýmsar hugmyndir á netinu fyrir gjafir í tilefni Valentínusardagsins. Það er þó hætta á að kaupin sem keypt voru með ást í huga endi ekki eins og kaupandinn gerði ráð fyrir. ECC-Netið hefur því tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.

Gættu þín á „dropshipping“ síðum þegar þú kaupir gjöf fyrir Valentínusardaginn

Ef þú hefur séð hina fullkomnu gjöf á netinu, skoðaðu málið vandlega. Varan gæti verið seld á svokallaðri dropshipping vefsíðu.

Það er kallað dropshipping þegar seljandi á netinu býður fram vöru, tekur við og gengur frá pöntun, en greiðir svo framleiðandanum (gjarnan búsettum í Asíu) fyrir að senda vöruna beint til kaupanda. Þó þessi framkvæmd sé ekki beint ólögleg á Íslandi að þá getur það falið í sér ýmis óþægindi fyrir kaupandann sem hann sá ekki fyrir. Sendingartími getur verið mun lengri en kaupandi gerði ráð fyrir, gæði vörunnar gæti verið lakari en hann gerði ráð fyrir eða varan jafnvel verið fölsuð. Þú gætir einnig þurft að greiða innflutningsgjöld til að fá vöruna þína úr tollinum.

Til að forðast að lenda í dropshipping gildru, þá er best að rannsaka vel viðkomandi seljanda. Lestu skilmála hans, hvernig síðan er uppsett, ummæli um seljandann og gerðu verðsamanburð við aðrar síður áður en þú kaupir.

Vertu viss um kaupin áður en þú pantar sérsmíðaða vöru eða aðra vöru sem er framleidd samkvæmt forskrift þinni

Þó neytendur hafi almennt 14 daga til að hætta við kaup sem gerð eru á netinu, þá eru undantekningar á þeirri heimild. Þær undantekningar eru t.a.m. ef þú hefur keypt vöru sem er sérsmíðuð, eða sérhönnuð, eftir þínum leiðbeiningum eða á annan hátt framleidd samkvæmt forskrift þinni. Þá gildir þessi heimild ekki ef um er að ræða kaup á afþreyingarþjónustu sem á að vera framkvæmd á sérstökum tíma.

Það er því ráðlegt að hugsa málið til enda áður en þú pantar t.d. armband áletrað með nafni ástarinnar þinnar, símahulstur með mynd af fyrsta stefnumóti ykkar eða tónleikamiða með uppáhalds hljómsveit ykkar. Það gæti reynst ómögulegt að skila og fá endurgreiðslu frá seljanda.  

Skrifstofa ECC á Íslandi verður lokuð eftirfarandi daga yfir hátíðirnar:

23. desember – Þorláksmessa
24. desember – aðfangadagur
31. desember- gamlársdagur

Annars gildir hefðbundinn opnunartími. Við minnum á netfang okkar ecc@eccisland.is þar sem þú getur sent okkur póst sem við svörum við fyrsta tækifæri.

Í dag fór í loftið ný og endurbætt sameiginleg heimasíða ECC-Netsins. Nýja heimasíðan, eccnet.eu, veitir upplýsingar um öll helstu atriði er varðar vandamál og kvartanir – hnitmiðað fyrir evrópska neytendur. Alþjóðlegur hópur frá ECC-Netinu tók höndum saman til að koma á laggirnar einskonar „miðstöð“ um neytendarétt og þar er einnig hægt að nálgast notendavænan stafrænan vettvang fyrir neytendur til að fræðast um réttarstöðu sína innan ESB og EEA-svæðisins.

 

Hver erum við?
Samstarfsnet Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net) býður evrópskum neytendum upp á ráðleggingar og aðstoð þegar þeir eiga í viðskiptum (m.a. kaup eða ferðalög) við seljanda sem staðsettur er í öðru landi innan ESB eða EEA-svæðisins. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna til að fá hagkvæm ráð um hvernig þú getur nýtt neytendarétt þinn og hvert þú getur leitað ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvernig aðstoðum við?
Við aðstoðum neytendur með því að reyna að finna farsæla lausn utan dómstóla á ágreiningi milli neytanda og seljanda með því að reyna sáttamiðlun beint fyrir fyrirtækið sem þú átt í deilu við. Við tryggjum að þú fáir upplýsingar um réttarstöðu þína frá sérfræðingi á þínu tungumáli.

Hafðu samband
Á heimasíðunni, eccnet.eu, getur þú fundið tengiliðaupplýsingar yfir allar ECC stöðvarnar sem staðsettar eru í öllum löndum Evrópusambandsins, á Íslandi og í Noregi. Þú getur sett þig í samband við ECC stöðina þína ef þú ert með fyrirspurn eða lagt fram kvörtun vegna seljanda.

Nú er kominn desembermánuður og efalaust margir ungir (og jafnvel eldri) sem hafa fjárfest í aðventudagatali til að telja niður til jóla.

ECC-Netið hefur ákveðið að vera með sitt eigið dagatal þar sem við birtum upplýsingar um helstu réttindi neytenda ásamt öðrum fróðleik. Dagatalið verður sett inn á Twittersíðu ECC á Íslandi en hægt er að skoða hana hér:

Ársskýrsla ECC á Íslandi er komin út og má nálgast hana hér.

Á árinu 2020 var gífurleg aukning á málum sem bárust ECC á Íslandi, en þá aukningu má að líkindum rekja til COVID-19 heimsfaraldursins og áhrifa hans á ferðalög.

Nánari upplýsingar veitir Ívar Halldórsson, stjórnandi ECC á Íslandi

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstólum í Prag. Kröfuhafar hafa til 10. maí næstkomandi til að lýsa yfir kröfum í flugfélagið.

Þeir neytendur sem eiga kröfur á flugfélagið (t.d. vegna endurgreiðslu á aflýstum flugum) geta lýst kröfu í þrotabúið með því að senda kröfuna í bréfpósti á heimilisfangið:

Městský soud v Praze
pracoviště Slezská 9
120 00 Praha 2
Česká republika

https://justice.cz/web/mestsky-soud-v-praze/kontakty-podrobnosti?clanek=kontaktni-osoby-mestskeho-soudu-v-praze-pracoviste-slezska

Einnig er hægt að senda kröfuna í tölvupósti með viðurkenndri rafrænni undirskrift á netfangið podatelna@msoud.pha.justice.cz

Samkvæmt reglum í tékklandi þá þurfa erlendir kröfuhafar að lýsa, rökstyðja og sýna fram á fjárkröfur sínar á tékknesku. Þannig er ekki hægt að lýsa kröfu í þrotabúið á t.d. ensku.

Til að auðvelda neytendum að senda kröfu á flugfélagið þá hefur ECC í Tékklandi búið til neðangreind form sem neytendur geta nýtt sér. Annarsvegar er form þar sem búið er að fylla inn upplýsingar um fyrirtækið og neytendur þurfa svo að fylla út þá dálka sem vantar. Hinsvegar er fyrirmynd þar sem ensk lýsing fylgir um hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í hverjum dálki. Hægt er að nálgast formið hér (fyrirmyndensk þýðing).

Rétt er að taka fram að við vitum ekki hvernig fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið eða hversu líklegt er að það fáist greitt upp í almennar kröfur. 

Ef við fáum frekari upplýsingar frá kollegum okkar í Tékklandi þá munum við tilkynna það hér á heimasíðu okkar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú hleypt af stað herferðinni „Þín framtíð. Þitt val“ (Your future. Your choice).

Átakið felur í sér birtingu á fjórum myndböndum sem eiga að stuðla að því að neytendur innan Evrópusambandsins, í Noregi og á Íslandi taki betur upplýstar ákvarðanir í hinum ýmsu neytendamálum. Átakinu er hleypt af stað í dag, á Alþjóðadegi neytendaréttar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þann 15. mars ár hvert.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt að stafrænar lausnir geta boðið upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki og neytendur, en einnig eru ýmsar hættur sem þar geta leynst svo sem svikastarfsemi. Heimsfaraldurinn hefur einnig stuðlað að aukinni þörf fyrir bættu fjármálalæsi.  

Hægt er að sjá myndböndin hér að neðan, en þau skiptast eftir flokkunum NetöryggiFjármálalæsiGagnavernd og Sjálfbær neysla. Hægt er að kynna sér herferðina nánar á eftirfarandi hlekk:

https://ec.europa.eu/info/consumer-resource

Netöryggi

Fjármálalæsi

Gagnavernd

Sjálfbær neysla

Ef þú pantaðir og greiddir fyrir vöru á netinu með kreditkorti þá getur þú fengið peninginn tilbaka ef hún berst aldrei til þín. Neytendur geta farið fram á bakfærslu á færslunni (e. chargeback) hjá bankanum sínum ef seljandi getur ekki sýnt fram á að vara hafi verið afhend. Hinsvegar er ekki hægt að fá bakfærslu með sama hætti ef greitt er með vöru með millifærslu. Neytendur eru því betur settir ef þeir panta vörur á netinu með korti heldur en með millifærslu.

Stundum athuga neytendur ekki af hverjum þeir eru að eiga í viðskiptum við á netinu og kaupa af vafasömum netverslunum. Sumir seljendur fá mikinn fjölda af pöntunum og lenda í vandræðum með að afhenta vörur á réttum tíma.

Hægt er að hafa samband við bankann þar sem viðkomandi er í kortaviðskiptum við til þess að fá nánari upplýsingar og aðstoð við að leggja fram bakfærslubeiðni.   

Í sumum tilvikum getur chargeback komið að góðum notum þegar rangar vörur hafa verið afhentar af netverslunum og seljandi neitar allri ábyrgð. Neytendur ættu að hafa öll nauðsynleg gögn tilbúin fyrir bakfærslubeiðnina, svosem pöntunarstaðfestingu, reikning fyrir kaupunum og samskipti við seljanda. Það er alltaf ráðlegt að taka myndir eða myndband þegar sendingar eru opnaðar, þar sem það getur verið sterkt gagn þegar eitthvað misferst, svosem ef vara er afhend tjónuð.

Yfirleitt eru engar sambærilegar leiðir til að fá fjármuni tilbaka ef borgað er fyrir vörur með millifærslu. „Þegar að fjármunir hafa verið millifærðir af bankareikningi neytandans og seljandi vill ekki millifæra þá tilbaka þá er yfirleitt erfitt eða ómögulegt að fá peninginn aftur. Þetta er m.a. ein ástæðan fyrir því að margir svikahrappar reyna að fá fólk til að millifæra á sig.

Ef að neytandi kaupir vöru yfir landamæri af seljanda sem staðsettur er í Evrópusambandinu, Bretlandi, Noregi eða á Íslandi þá getur hann leitað eftir aðstoð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC) endurgjaldslaust. ECC, sem samanstendur af 30 ECC stöðvum í Evrópu fögnuðu nýverið 15 ára starfsafmæli sínu. ECC er fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hinu opinbera í hverju landi fyrir sig.

Í tilefni á 15 ára starfsafmæli ECC-Netsins þá hefur verið opnuð ný og glæsileg sameiginleg heimasíða ECC, en slóðin á hana er www.eccnet.eu.

Á heimasíðunni mun verða hægt að nálgast helstu upplýsingar um ECC-Netið, kynningarefni og annan fróðleik. Heimasíðan mun halda áfram í þróun með það að markmiði að auka aðgengi og þekkingu á ECC-Netinu og þeirri þjónustu við bjóðum.

Hver og ein ECC stöð mun halda áfram með sínar eigin heimasíður, en í framtíðinni er litið til þess að sameiginlega heimasíðan geti orðið góður vettvangur fyrir neytendur til að nálgast aðstoð og upplýsingar um ECC-Netið.

What to do when your flight to Poland is cancelled? When the handbag you bought in Italy is damaged? When you are caught in a subscription trap? Since its creation, the European Consumer Centres Network (ECC-Net) has assisted more than one million consumers with issues like these. In the context of COVID-19 outbreak alone, over 90,000 consumers turned to ECC-Net for help. Today, the Network celebrates its 15th anniversary.

An online event with European Commissioner Didier Reynders will be an opportunity to reflect on the achievements of the European consumer rights movement and discuss the way forward for effective consumer protection in Europe. The celebration occurs against the backdrop of a newly adopted Consumer Agenda, which outlines the Commission priorities in consumer policy for the coming five years. The event is a unique gathering of key stakeholders in the field bringing together senior officials from the European Commission, consumer representatives, enforcement authorities, young journalists, academics and more.

On Twitter, the network will tweet live under #15yearsECCNet.

“An essential feature for the Union’s consumer cooperation”

Commissioner Didier Reynders wishes ECC-Net a happy birthday by saying: “I am convinced that the European Consumer Centres Network with its practical support to consumers will remain in the future an essential feature of the Union’s consumer cooperation”.

Petra de Sutter, former IMCO chair and current Deputy Prime Minister of Belgium, adds: “I can‘t help but support the work that the centres undertake on a daily basis. We as legislators can make as many regulations as we want to protect consumers. Nevertheless, consumers have to be aware of the existence of this protection”.

Website launch, report on 15 years of milestones and a look into the future

On the 21st of November, the Network launches its website www.eccnet.eu where a report on 15 years of milestones and ECC Net achievements will be available. A chapter dedicated to the future sets out a vision for the network offering improved service to consumers in a digitalised world and striving to support and promote sustainable consumption.

With this anniversary, ECC-Net comes of age as an established, respected and essential player in European consumer protection. We look forward to the next one million European consumers we will assist”, says Bianca Schulz, director of European Consumer Centre France.

The ECC-Net is committed to working closely with stakeholders and the business sector, as part of an integrated consumer protection team. It will continue to highlight the lived experiences and expressed needs of consumers in the context of policymaking, implementation and enforcement. The network will also work proactively on the European Green Deal and the Digital Agenda by investing in awareness-raising campaigns.

Context:

Each EU country as well as Iceland, Norway and the United Kingdom has a European Consumer Centre and together they form ECC-Net. ECC-Net informs consumers in Europe about their rights and provides free help with cross-border problems.