Author: ECC á Íslandi

Í ljósi vaxandi verðbólgu, vöruskorts og hækkandi orkuverðs þá má gera ráð fyrir því að Black Friday hafi nokkur áhrif á neytendur þetta árið.

En gætið varhug, stundum eru slagorð líkt og „besti díllinn“ gerð til að blekkja neytendur og koma jafnvel frá fölsum vefverslunum sem eru í rauninni ekki starfandi. Hvatning þar sem fram kemur að einungis x vörur séu eftir á þessu verði er algeng leið til að setja þrýsting á neytendur til að ganga frá kaupum.

ECC-Netið hefur tekið saman fimm ráð sem ættu að hjálpa neytendum að vera öryggir og vel undirbúnir fyrir Black Friday og Cyber Monday.

1. Kannaðu hvort að netverslunin sé örugg og lögleg

Áður en þú verslar á netinu skaltu skoða vefsíðuna vel. Vertu viss um að skoða vel smáa letrið, upplýsingar um seljandann og skilmála.

 • Eru þessar upplýsingar aðgengilegar og fullkláraðar?
 • Er raunverulegt heimilisfang seljanda gefið upp og er það áreiðanlegt? Ekki hika við að skoða heimilisfangið með því að nýta þér kortaþjónustur á netinu (t.d. google maps).
 • Prófaðu að hringja í símanúmer verslunarinnar sem er gefið upp. Sjáðu hvort það sé einhver sem svarar símanum.
 • Skoðaðu umsagnir um vefsíðuna til að sjá hvort aðrir notendur hafi lent í einhverjum vandræðum við kaup á vefsíðunni – sem og hvort einhverjir skrifa jákvæðar umsagnir.

2. Kannaðu hvort þetta sé raunverulegt tilboð

Á meðan tilboðsdögum stendur þá ætti bæði að sjást upphaflegt verð sem og afsláttarverð. Í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins þá ætti uppgefið upphaflegt verð að vera lægsta verð vörunnar á síðustu 30 dögum. Hér á Íslandi hefur sú lagabreyting ekki átt sér stað – en fyrirtækjum ber að sýna fram á að hafa selt vöruna á hinu upphaflega verði áður en hún var lækkuð.

Þá er einnig vert að gera verðsamanburð hjá öðrum verslunum til að sjá hvort að tilboðsverðið sé eins hagstætt og það lítur út fyrir að vera.

3. Ekki láta undan þrýstingi

20 aðrir eru að skoða þessa vöru núna“ eða „Aðeins þrjár vörur eftir á þessu verði“: Margar vefsíður, smáforrit, samfélagsmiðlar og jafnvel leitarvélar nýta sér svokallað „dark pattern“ til að setja þrýsting á neytendur.

Sumar verslanir reyna jafnvel að hafa áhrif á kauphegðun með skeiðklukku sem telur niður, eða með „skammartakka“ með textum eins og „Nei, ég er kjáni og vill ekki græða með 20% afslætti“.

Þú gætir þurft að hafa sterkar taugar, en á endanum verður þú líklegast fegin/n að hafa ekki látið undan þrýstingnum.

4. Veldu örugga greiðslumáta

 • Ef þú verslar á netinu, gættu þess að nota örugga nettengingu.
 • Vertu viss um að vefslóðin byrji á „https“ og að „lokaður hengilás“- merkið birtist hjá slóðinni.

 • Ekki vista banka-/kortaupplýsingar þínar á símanum þínum, tölvunni eða á vefsíðum.
 • Stilltu hámarksgreiðslu fyrir hverja færslu á kreditkortinu þínu.
 • Forðastu að greiða með bankamillifærslum.

5. Nýttu þér rétt þinn ef eitthvað fer úrskeiðis

Ef þú kaupir vöru af íslenskum seljanda (eða öðrum sem staðsettur er innan Evrópusambandsins) að þá eru til staðar ýmis regluverk sem vernda þig ef upp kemur t.d. galli.

Kvörtunarfrestur samkvæmt lögum er að lágmarki 2 ár. Ef varan er gölluð getur þú óskað eftir því við seljanda að hann geri við hana eða skipti henni út. Ef það er ekki í boði þá getur þú óskað eftir endurgreiðslu.

Hafðu svo í huga: Þegar þú kaupir á netinu að þá hefur þú almennt 14 daga rétt á að hætta við kaup og skila henni. Hægt er að lesa nánar um rétt þinn til að skila vöru sem keypt er á netinu hér.

Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu Neytendasamtakanna að þá hafa samtökin sett bílaleiguna CC bílaleiga ehf. í „skammarkrókinn“. Þá ráða samtökin neytendum frá því að eiga í viðskiptum við fyrirtækið.

Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtækið hefur í þrígang tapað málum sem farið hafa fyrir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. En í öllum þremur tilfellunum hefur fyrirtækið neitað að verða við kröfum neytenda.

Samkvæmt frétt samtakanna að þá voru kvartanir neytenda fjölbreyttar og varða háar fjárhæðir.

Í einu málinu hafði neytandi afbókað bílaleigubíl en var þó látinn greiða fullt verð. Nefndin taldi neytandann eiga rétt á 75% endurgreiðslu að fjárhæð 166.500 kr. enda væru afbókunarskilmálar skýrir.

Í öðru málinu komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið ætti að endurgreiða neytanda 215.000 kr. vegna dráttarþjónustu á biluðum bílaleigubíl.

Í þriðja málinu féllst nefndin á kröfu neytanda um endurgreiðslu að fjárhæð 73.900 kr. vegna tjóns á bílaleigubíl. Óumdeilt var í málinu að tjón hafi orðið á bifreiðinni en nefndin taldi bílaleiguna ekki hafa sýnt fram á umfang þess fjárhagslegs tjóns sem hún varð fyrir.

Hægt er að sjá lista yfir fyrirtæki sem eru í skammarkrók Neytendasamtakanna hér.

Þegar ferðalagið þitt verður dýrara en þú gerðir ráð fyrir – varastu (falinn) aukakostnað

Hækkandi orkuverð í heiminum er eitt af þeim atriðum sem valda mörgum áhyggjum og hefur leitt til þess að margir neytendur hafa þurft að draga úr kostnaði á ferðalögum. Það er því fremur hvimleitt þegar falinn aukakostnaður kemur í ljós á meðan þú ert í vel verðskulduðu ferðalagi. Alþjóðadagur ferðaþjónustunnar (WorldTourismDay) er haldinn þann 27. september á hverju ári. Í tilefni hans þá hefur ECC-Netið tekið saman upplýsingar sem fræðir neytendur um hvernig þeir geta fundið og forðast falinn aukakostnað.  

Aukakostnaður hjá hótelum

Margir kannast efalaust við að vilja fara beint upp á hótelherbergi til að slaka á eftir langt flug og ferðalag. Stundum þýðir það að þú þurfir að innrita þig áður en komið er að auglýstum innritunartíma. Gjarnan er þó rukkað aukalega fyrir snemminnritun. Einnig er algengt að rukkað sé aukalega fyrir bílastæði og morgunmat. Þá er í mörgum löndum rukkaður sérstakur ferðamannaskattur, svo sem í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Frakklandi, Þýskalandi og á Möltu.

Jafnframt rukka sum „lággjalda“ hótel viðskiptavini sína sérstaklega fyrir afnot af öryggisskápum og sjónvörpum í herbergjum. Gjarnan er rukkað sérstakt gjald fyrir aðgang að háhraða interneti og á Spáni eru gestir stundum rukkaðir sérstaklega fyrir að fá að geyma farangur sinn í farangursgeymslu. Í Hollandi gætir þú þurft að greiða sérstaklega fyrir afnot af hárþurrku. Ef þú ætlar að fá lánaðan baðslopp í Frakklandi og Finnlandi, gætir þú þurft að greiða sérstaklega fyrir það.

Önnur gjöld: Á Spáni, Frakklandi og Ítalíu gæti verið rukkað sérstaklega fyrir afnot af regnhlífum og sólbekkjum á almenningsstöðum.

Gott að vita: Áður en samningur er gerður ætti ferðamaðurinn að vera upplýstur um almenna skilmála og hvaða þjónusta er innifalin, sem og hver kostnaðurinn er við aðra þjónustu. Ef það er veitt aukaþjónusta á staðnum (svo sem handklæðaleiga, aðgangur að hraðara interneti o.s.frv.), þá verður að upplýsa um þann kostnað á staðnum.

Aukakostnaður í pakkaferðum

Samkvæmt regluverki um pakkaferðir að þá getur ferðaskrifstofa hækkað verð um allt að 8% undir ákveðnum kringumstæðum. Slíkar hækkanir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Kveðið er á um slíka heimild í samningnum/skilmálum með skýrum hætti.
 • Ferðamaður var upplýstur um þennan áskilnað áður en samningur varð skuldbindandi.
 • Ferðamanni var í samningi um pakkaferð gefinn sambærilegur réttur til verðlækkunar.
 • Tilkynning um breytingu á verði er tilkynnt eigi síðar en 21 degi áður en ferð hefst.
 • Nákvæmlega er tilgreint hvernig breytt verð skuli reiknað út og þær tilkynntar ferðamanni með skýrum og greinargóðum hætti ásamt rökstuðningi og útreikningi.
 • Verðbreyting er vegna breytinga á eldsneytisverði eða öðrum aflgjöfum, sköttum eða gjöldum sem lögð eru á ferðatengdu þjónustuna eða gengi erlendra gjaldmiðla sem máli skipta fyrir efni samningsins.

Ef hækkunin var hinsvegar fyrirsjáanleg þegar bókunin var gerð, eða eitt af ofangreindum skilyrðum er ekki uppfyllt, þá getur þú hafnað verðhækkuninni. Ef hinsvegar öll skilyrðin eru uppfyllt að þá getur ferðaskrifstofa hækkað verð án samþykkis ferðamanns.

Ef verðhækkun er umfram 8% að þá verður ferðaskrifstofan að upplýsa þig um hana og bjóða þér þann valkost að annaðhvort samþykkja verðhækkunina fyrir ákveðið tímamark eða draga þig út úr samningnum. Ef þú svarar ekki innan tímafrestsins þá er litið svo á að þú hafir samþykkt verðhækkunina. Það er því mikilvægt að bregðast hratt við ef þú vilt ekki lengur nýta þér ferðina.

Aukakostnaður flugfélaga

Flugfélag ber að upplýsa farþega áður en bókun er kláruð hver endanlegur kostnaður er, svo sem skattar, gjöld og annar kostnaður. Hinsvegar hafa mörg flugfélög byrjað að rukka fyrir ýmsa aukaþjónustu sem gjarnan var talin sjálfsagt að fylgdi miðaverðinu hér áður fyrr. Dæmi um slíkt er aukagjöld fyrir að innrita sig á flugvelli (í stað þess að farþegar innriti sig á netinu), innritaður farangur, sætisval, máltíðir o.s.frv.

Góð ráð hvernig hægt er að átta sig á og forðast aukakostnað

 • Lestu tilboð með gangrýnum augum og athugaðu hvað er innifalið áður en þú bókar. Ef þú ert í vafa, hafðu samband við hótelið eða ferðaskrifstofuna.
 • Lestu umsagnir frá öðrum viðskiptavinum til að athuga hvort einhver annar hefur kvartað yfir óvæntum aukakostnaði.
 • Óskaðu eftir reikningi frá hóteli fyrir lok dvalar til þess að sjá snemma hvort það séu einhver aukagjöld.
 • Ef þú þarft að borga fyrir að innrita þig eða skila af þér hótelherbergi, skrifaðu „Greitt með fyrirvara“ á reikninginn og sendu skriflegt erindi á yfirmenn hótelsins við fyrsta tækifæri.
 • Það gæti verið ráðlegt að bóka þar sem heimilt er að afbóka án gjalds. Það gæti verið aðeins dýrara – en mun spara þér hærri fjárhæðir ef þú þarft að hætta við.
 • Áður en þú kaupir sérstaka ferðatryggingu: Athugaðu hvort ferðatryggingin sem fylgir kreditkorti þínu dugi til.
 • Ef þú bókar „allt innifalið“ þá er minni hætta á ófyrirsjáanlegum matar- og drykkjarkostnaði.
 • Bókaðu með góðum fyrirvara.
 • Reyndu að forðast að fljúga til vinsælla flugvalla.
 • Bókaðu utan háannatímabils eða á virkum dögum – það er yfirleitt ódýrara.
 • Í stað þess að leggja á bílastæðum hótela: Legðu í frí almenningsbílastæði.

-Hvaða rétt áttu?

Eftir að kórónuveiran var að mestu kveðin í kútinn hefur orðið sprenging í ferðalögum milli landa. Fréttir hafa borist af löngum biðröðum á flugvöllum sem hafa í verstu tilfellum leitt til þess að fólk missir af flugi jafnvel þótt það hafi mætt tímanlega. Ástæðan fyrir þessari örtröð mun vera sú að mörgum flugvöllum hefur ekki tekist að ráða nógu margt starfsfólk. Er öryggisgæslan ekki síst nefnd til sögunnar því þjálfa þarf sérstaklega starfsfólkið sem sinnir henni.

En hvaða rétt á fólk sem mætir tímanlega á völlinn en missir af flugi vegna þess að innritun eða öryggisleit tekur of langan tíma?

Í stuttu máli er réttur ferðalanga ekki alveg skýr.

Flugvellir bera ábyrgð á öryggisgæslunni en þar hefur gjarnan myndast flöskuháls sem verður til þess að fólk missir af flugi. Farþegi á ekki í neinu viðskiptasambandi við flugvöllinn sem flækir málið.

Neytendur eiga þó alltaf rétt á að fá endurgreidd flugvallagjöld missi þeir af flugi eða mæti þeir ekki í flug einhverra hluta vegna. Rétt er að taka fram að sum flugfélög innheimta hærri umsýslugjöld fyrir endurgreiðsluna en nemur flugvallagjöldunum.

Ef óvenju miklar tafir við innritun leiða til þess að farþegi missi af flugi, t.a.m. sökum manneklu mætti mögulega líta á það sem vanefnd af hálfu flugfélagsins. Þá að því gefnu að farþegi mæti tímanlega og í samræmi við þær upplýsingar sem flugrekandi hefur mælt með í samningsferlinu.

Það er á ábyrgð flugfélagsins að manna innritunarborð og tryggja að sjálfsafgreiðsluvélar virki. Farþegi þyrfti þó að geta sýnt fram á með sannanlegum hætti að hafa mætt tímanlega svo sem með því að taka mynd af klukku í komusal.

Ekki er vitað til um að reynt hafi á slíkt ágreiningsefni hér á landi.

Sumir vellir verri en aðrir

Nokkrir flugvellir hafa hafa verið nefndir sérstaklega í fréttum þar sem raðir og örtröð hefur valdið ferðalöngum miklum vandræðum; Manchester, Heathrow, Dublin, Arlanda Stokkhólmi og Schiphol í Amsterdam. Þá hafa dönsku  Neytendasamtökin Tænk vakið athygli á töfum á Kastrup flugvelli. Svo slæm var staðan á flugvellinum í Dublin að 1.400 manns misstu af flugi síðustu helgina í maí. Þurfti forstjóri flugvallarins að mæta fyrir samgöngunefnd írska þingsins og útskýra hvernig flugvöllurinn hyggðist bæta úr málum. Mikil örtröð hefur einnig verið á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi en eigendur vallarins þurftu einnig að útskýra sitt mál fyrir þingnefnd. Arlanda hefur gefið út að búast megi við meiri biðröðum en venja er út sumarið.

Ekki hafa borist fréttir af því að ferðalangar hafi misst af flugi hér á landi vegna langra biðraða.

Fréttir berast af yfirfullum flugvöllum víða erlendis og mörg dæmi eru um að farþegar hafi misst af flugi vegna örtraðar. Ferðalangar eru hvattir til að mæta tímanlega á völlinn. Að sama skapi verður að gera þá kröfu að flugvellir og flugfélög ráði við að sinna sínum viðskiptavinum.

ECC í Pólandi hefur tekið saman upplýsingaskjöl um helstu réttindi neytenda sem talið er að geti komið flóttamönnum frá Úkraínu að gagni. Í upplýsingaskjölunum hér að neðan eru tekin saman helstu réttindi neytenda og ferðamanna. Yfirleitt er löggjöfin nokkuð sambærileg innan landa ESB (á Íslandi og Noregi), en það gæti í einhverjum tilvikum verið smá blæbrigðamunur. 

Skjölin eru aðgengileg á ensku og úkraínsku.

Інформація щодо прав споживачів і подорожей доступна українською мовою

Європейський споживчий центр у Польщі розпочав роботу щодо визначення та перекладу основної правової інформації про споживача, яка може бути важливою для біженців з України, які прибувають до ЄС. Наведені нижче інформаційні бюлетені підсумовують різні проблеми щодо прав споживачів та подорожей для біженців з України та тих, хто їм допомагає. Інформаційні бюлетені містять інформацію як англійською, так і українською мовами.

ДОГОВОРИ НА ПРОЖИВАННЯ В ЄС

Long-term and short-term accommodation in the EU

Включає інформацію про:

 • Короткострокове проживання (готелі, хостели)
 • Довгострокове проживання (договори оренди/найму)

Довгострокове та короткострокове проживання в ЄС_UA.pdf

Long-term and short-term accommodation in the EU EN.pdf

ЗАЛИШАТИСЯ НА ЗВ’ЯЗКУ

Mobile phone service in the EU 

Включає інформацію про:

 • Реєстрацію SIM-карти
 • Поради щодо вибору постачальника послуг мобільного зв’язку

ПОСЛУГИ МОБІЛЬНОГО ТЕЛЕФОНУ В ЄС_UA.pdf

MOBILE PHONE SERVICES IN THE EU

ВАШЕ ПРАВО НА ОСНОВНИЙ БАНКІВСЬКИЙ РАХУНОК

Right to a basic bank account

Включає інформацію про:

 • Як відкрити банківський рахунок в ЄС
 • Для чого саме може знадобитись банківський рахунок?

ВАШЕ ПРАВО НА ОСНОВНИЙ БАНКІВСЬКИЙ РАХУНОК

YOUR RIGHT TO A BASIC BANK ACCOUNT

ПРАВА ПАСАЖИРІВ В ЄС

Passenger rights in the EU (general and air travel)

Включає інформацію про:

 • Права пасажирів повітряного транспорту (скасування рейсу, затримка, відмова у посадці, проблеми з багажем)
 • Права авіапасажирів з інвалідністю або обмеженою рухливістю

ПРАВА ПАСАЖИРІВ ПОВІТРЯНИХ СУДЕН

AIR PASSENGER RIGHTS IN THE EU

ПРАВА ПАСАЖИРІВ (ПОЇЗДИ, АВТОБУСИ ТА ЧОВНИ)

Passenger rights (trains, coaches and boats)

Включає інформацію про:

 • Залізничний, автобусний та водний транспорт (наприклад, пороми)
 • Повернення коштів та зміна маршруту

ПРАВА ПАСАЖИРІВ (ПОЇЗДИ, АВТОБУСИ ТА ЧОВНИ)

PASSENGER RIGHTS (TRAINS, COACHES & BOATS)

ОРЕНДА АВТОМОБІЛІВ В ЄС

Renting a car in the EU

Включає інформацію про:

 • Міжнародні водійські права
 • Оплату кредитною або дебетовою карткою
 • Депозити та страхування
 • Скасування

ОРЕНДА АВТОМОБІЛІВ В ЄС

CAR RENTAL IN THE EU

ЮРИДИЧНІ ТА КОМЕРЦІЙНІ ГАРАНТІЇ

Legal and commercial guarantees

Включає інформацію про:

 • Купівлю товарів в ЄС
 • Невідповідність (дефектні продукти, неправильний опис продукту тощо)
 • Юридичну гарантію
 • Повернення та ремонт

ЮРИДИЧНІ ТА КОМЕРЦІЙНІ ГАРАНТІЇ

LEGAL AND COMMERCIAL GUARANTEES

ПРАВО НА СКАСУВАННЯ (ВІДМОВА ВІД ДОГОВОРУ)

Cancellation rights (cooling-off period)

Включає інформацію про:

 • Повернення придбаного товару
 • Вимоги щодо надання інформації про продавця

ПРАВО НА СКАСУВАННЯ (ВІДМОВА ВІД ДОГОВОРУ)

CANCELLATION (COOLING OFF) RIGHTS

Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur 9. maí á hverju ári. En á þeim degi árið 1950 hélt Robert Schuman, sem var þá utanríkisráðherra Frakklands, sögulega yfirlýsingu þar sem hann lagði til að stofnað yrði evrópskt kola- og stálbandalags. Með þessari tillögu sá Robert Schuman fram á Evrópu lausa við stríð.

Í gegnum tíðina hefur þetta samband þróast mikið, en í dag þekkjum við það sem Evrópusambandið. Sambandið hefur t.a.m. komið með mikilvæga löggjöf sem við hér á Íslandi höfum tekið upp í okkar landslög í gegnum EFTA samstarfið.

 

Á neðangreindu myndbandi má sjá nokkur dæmi um lagabreytingar sem Evrópusambandið hefur sett til að styrkja stöðu neytenda í Evrópu.

ECC-Netið hefur fengið ábendingar um að óprúttnir aðilar hafa verið að senda svikapósta með nöfnum og lógóum hjá ECC stöðvum í Evrópu. Innihald póstana eru á þá leið að viðkomandi hafi lent í svikahröppum og er boðin aðstoð frá ECC-netinu. Þessir póstar eru svikapóstar og ekki sendir út af ECC-Netinu.

Efni svikapóstanna

Óprúttnir aðilar nota gjarnan slíka svikapósta (e. phising emails) til að nálgast upplýsingar um fólk og stela fjármunum af þeim. Nýlegt dæmi er svikapóstur þar sem viðkomandi móttakandi er upplýstur um að hann hafi lent í svikamillu í Kýpur. Í svikapóstinum er boðin fram aðstoð við að endurheimta fjármuni frá svikamyllunni og er viðtakandi beðinn um að senda upplýsingar um bankafærslur. Í svikapóstinum er einnig settur undir falskur tengiliður og tekið fram að hann geti í sumum tilvikum verið ábyrgur fyrir að greiða út fjármuni.

Í þessu nýlega dæmi var notast við netföng og persónuupplýsingar starfsmanna ECC í Kýpur. Í svikapóstinum var einnig notað lógó ECC og Evrópusambandsins. ECC stöðin í Kýpur hefur þegar tilkynnt þessa svikapósta til þarlendra lögregluyfirvalda sem er nú að rannsaka málið.

Mikilvægar upplýsingar

 • ECC stöðvar munu aldrei óska eftir greiðslu frá þér. Allar ECC stöðvarnar starfa í þágu neytenda án endurgjalds.
 • ECC mun aldrei senda þér tölvupóst sem felur í sér boð um aðstoð án þess að þú hafir áður sett þig í samband við ECC netið að eigin frumkvæði.
 • Ert þú með mál í vinnslu hjá ECC stöð núna? Vinsamlegast athugaðu að þú munt aðeins vera í samskiptum við starfsmenn frá ECC stöðinni í þínu heimalandi. Starfsmenn frá öðrum ECC stöðvum munu ekki vera í samskiptum við þig.

Hvað getur þú gert?

 Hefur þú fengið grunsamlegan tölvupóst? Ekki svara póstinum, ekki ýta á neina hlekki og ekki opna nein viðhengi sem fylgir póstinum. Hafðu samband við ECC stöðina í þínu heimalandi. Sú stöð getur skoðað póstinn og séð hvort hann sé grunnsamlegur og í kjölfarið varað aðra neytendur við slíkum tölvupóstum ef þörf er á.

Allt frá sérsmíðuðum skartgripum til leðurbelta og gjafabréfa, þá eru ýmsar hugmyndir á netinu fyrir gjafir í tilefni Valentínusardagsins. Það er þó hætta á að kaupin sem keypt voru með ást í huga endi ekki eins og kaupandinn gerði ráð fyrir. ECC-Netið hefur því tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.

Gættu þín á „dropshipping“ síðum þegar þú kaupir gjöf fyrir Valentínusardaginn

Ef þú hefur séð hina fullkomnu gjöf á netinu, skoðaðu málið vandlega. Varan gæti verið seld á svokallaðri dropshipping vefsíðu.

Það er kallað dropshipping þegar seljandi á netinu býður fram vöru, tekur við og gengur frá pöntun, en greiðir svo framleiðandanum (gjarnan búsettum í Asíu) fyrir að senda vöruna beint til kaupanda. Þó þessi framkvæmd sé ekki beint ólögleg á Íslandi að þá getur það falið í sér ýmis óþægindi fyrir kaupandann sem hann sá ekki fyrir. Sendingartími getur verið mun lengri en kaupandi gerði ráð fyrir, gæði vörunnar gæti verið lakari en hann gerði ráð fyrir eða varan jafnvel verið fölsuð. Þú gætir einnig þurft að greiða innflutningsgjöld til að fá vöruna þína úr tollinum.

Til að forðast að lenda í dropshipping gildru, þá er best að rannsaka vel viðkomandi seljanda. Lestu skilmála hans, hvernig síðan er uppsett, ummæli um seljandann og gerðu verðsamanburð við aðrar síður áður en þú kaupir.

Vertu viss um kaupin áður en þú pantar sérsmíðaða vöru eða aðra vöru sem er framleidd samkvæmt forskrift þinni

Þó neytendur hafi almennt 14 daga til að hætta við kaup sem gerð eru á netinu, þá eru undantekningar á þeirri heimild. Þær undantekningar eru t.a.m. ef þú hefur keypt vöru sem er sérsmíðuð, eða sérhönnuð, eftir þínum leiðbeiningum eða á annan hátt framleidd samkvæmt forskrift þinni. Þá gildir þessi heimild ekki ef um er að ræða kaup á afþreyingarþjónustu sem á að vera framkvæmd á sérstökum tíma.

Það er því ráðlegt að hugsa málið til enda áður en þú pantar t.d. armband áletrað með nafni ástarinnar þinnar, símahulstur með mynd af fyrsta stefnumóti ykkar eða tónleikamiða með uppáhalds hljómsveit ykkar. Það gæti reynst ómögulegt að skila og fá endurgreiðslu frá seljanda.  

Skrifstofa ECC á Íslandi verður lokuð eftirfarandi daga yfir hátíðirnar:

23. desember – Þorláksmessa
24. desember – aðfangadagur
31. desember- gamlársdagur

Annars gildir hefðbundinn opnunartími. Við minnum á netfang okkar ecc@eccisland.is þar sem þú getur sent okkur póst sem við svörum við fyrsta tækifæri.

Í dag fór í loftið ný og endurbætt sameiginleg heimasíða ECC-Netsins. Nýja heimasíðan, eccnet.eu, veitir upplýsingar um öll helstu atriði er varðar vandamál og kvartanir – hnitmiðað fyrir evrópska neytendur. Alþjóðlegur hópur frá ECC-Netinu tók höndum saman til að koma á laggirnar einskonar „miðstöð“ um neytendarétt og þar er einnig hægt að nálgast notendavænan stafrænan vettvang fyrir neytendur til að fræðast um réttarstöðu sína innan ESB og EEA-svæðisins.

 

Hver erum við?
Samstarfsnet Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net) býður evrópskum neytendum upp á ráðleggingar og aðstoð þegar þeir eiga í viðskiptum (m.a. kaup eða ferðalög) við seljanda sem staðsettur er í öðru landi innan ESB eða EEA-svæðisins. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna til að fá hagkvæm ráð um hvernig þú getur nýtt neytendarétt þinn og hvert þú getur leitað ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvernig aðstoðum við?
Við aðstoðum neytendur með því að reyna að finna farsæla lausn utan dómstóla á ágreiningi milli neytanda og seljanda með því að reyna sáttamiðlun beint fyrir fyrirtækið sem þú átt í deilu við. Við tryggjum að þú fáir upplýsingar um réttarstöðu þína frá sérfræðingi á þínu tungumáli.

Hafðu samband
Á heimasíðunni, eccnet.eu, getur þú fundið tengiliðaupplýsingar yfir allar ECC stöðvarnar sem staðsettar eru í öllum löndum Evrópusambandsins, á Íslandi og í Noregi. Þú getur sett þig í samband við ECC stöðina þína ef þú ert með fyrirspurn eða lagt fram kvörtun vegna seljanda.