

Nú í janúar eru 20 ár síðan Neytendasamtökin tóku við rekstri Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (e. European Consumer Centre) á Íslandi með samningi við Viðskiptaráðuneytið. Evrópska neytendaaðstoðin aðstoðar neytendur sem eiga í deilum við seljendur yfir landamæri innan Evrópusambandsins, Noregs og Íslands. Aðstoðin er ókeypis og felst meðal annars í ráðgjöf, upplýsingagjöf og milligöngu, ef á þarf að halda.
Aukið traust í viðskiptum
Í hverju landi fyrir sig er rekin sjálfstæð neytendaaðstoð sem saman mynda net miðstöðva (e. ECC-Net) sem leiðbeina neytendum um rétt sinn og hjálpa til við að leysa ágreining. Til dæmis gæti evrópskur ferðalangur sem er ósáttur við viðskipti sín við íslenska bílaleigu leitað til aðstoðarinnar í sínu heimalandi sem síðan hefur samband við aðstoðina á Íslandi. Neytandi frá Íslandi sem kaupir gallaða vöru eða þjónustu á Spáni getur að sama skapi haft samband við Evrópsku neytendaaðstoðina á Íslandi, á íslensku. ECC-Netin vinna saman að lausn mála og tryggja að fjarlægð frá seljanda og tungumálaörðugleikar komi ekki í veg fyrir að neytendur geti sótt rétt sinn gagnvart seljendum sem brjóta á þeim. Með því er skapað traust á millilandaviðskiptum.
Evrópska neytendaaðstoðin á Íslandi
Málum sem koma á borð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi fjölgar jafnt og þétt með aukinni árvekni neytenda. Á fyrsta starfsári Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi bárust 7 mál samanborið við 304 mál árið 2022. Þar af leituðu 173 Íslendingar sér aðstoðar vegna seljenda í Evrópu og 131 Evrópubúar vegna íslenskra seljenda. Starfsfólk aðstoðarinnar er í góðu samstarfi við eftirlitsaðila, stjórnvöld og neytendasamtök í Evrópu til að tryggja hag og rétt neytenda.
-Hvaða rétt áttu?
Eftir að kórónuveiran var að mestu kveðin í kútinn hefur orðið sprenging í ferðalögum milli landa. Fréttir hafa borist af löngum biðröðum á flugvöllum sem hafa í verstu tilfellum leitt til þess að fólk missir af flugi jafnvel þótt það hafi mætt tímanlega. Ástæðan fyrir þessari örtröð mun vera sú að mörgum flugvöllum hefur ekki tekist að ráða nógu margt starfsfólk. Er öryggisgæslan ekki síst nefnd til sögunnar því þjálfa þarf sérstaklega starfsfólkið sem sinnir henni.
En hvaða rétt á fólk sem mætir tímanlega á völlinn en missir af flugi vegna þess að innritun eða öryggisleit tekur of langan tíma?
Í stuttu máli er réttur ferðalanga ekki alveg skýr.
Flugvellir bera ábyrgð á öryggisgæslunni en þar hefur gjarnan myndast flöskuháls sem verður til þess að fólk missir af flugi. Farþegi á ekki í neinu viðskiptasambandi við flugvöllinn sem flækir málið.
Neytendur eiga þó alltaf rétt á að fá endurgreidd flugvallagjöld missi þeir af flugi eða mæti þeir ekki í flug einhverra hluta vegna. Rétt er að taka fram að sum flugfélög innheimta hærri umsýslugjöld fyrir endurgreiðsluna en nemur flugvallagjöldunum.
Ef óvenju miklar tafir við innritun leiða til þess að farþegi missi af flugi, t.a.m. sökum manneklu mætti mögulega líta á það sem vanefnd af hálfu flugfélagsins. Þá að því gefnu að farþegi mæti tímanlega og í samræmi við þær upplýsingar sem flugrekandi hefur mælt með í samningsferlinu.
Það er á ábyrgð flugfélagsins að manna innritunarborð og tryggja að sjálfsafgreiðsluvélar virki. Farþegi þyrfti þó að geta sýnt fram á með sannanlegum hætti að hafa mætt tímanlega svo sem með því að taka mynd af klukku í komusal.
Ekki er vitað til um að reynt hafi á slíkt ágreiningsefni hér á landi.
Sumir vellir verri en aðrir
Nokkrir flugvellir hafa hafa verið nefndir sérstaklega í fréttum þar sem raðir og örtröð hefur valdið ferðalöngum miklum vandræðum; Manchester, Heathrow, Dublin, Arlanda Stokkhólmi og Schiphol í Amsterdam. Þá hafa dönsku Neytendasamtökin Tænk vakið athygli á töfum á Kastrup flugvelli. Svo slæm var staðan á flugvellinum í Dublin að 1.400 manns misstu af flugi síðustu helgina í maí. Þurfti forstjóri flugvallarins að mæta fyrir samgöngunefnd írska þingsins og útskýra hvernig flugvöllurinn hyggðist bæta úr málum. Mikil örtröð hefur einnig verið á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi en eigendur vallarins þurftu einnig að útskýra sitt mál fyrir þingnefnd. Arlanda hefur gefið út að búast megi við meiri biðröðum en venja er út sumarið.
Ekki hafa borist fréttir af því að ferðalangar hafi misst af flugi hér á landi vegna langra biðraða.
Fréttir berast af yfirfullum flugvöllum víða erlendis og mörg dæmi eru um að farþegar hafi misst af flugi vegna örtraðar. Ferðalangar eru hvattir til að mæta tímanlega á völlinn. Að sama skapi verður að gera þá kröfu að flugvellir og flugfélög ráði við að sinna sínum viðskiptavinum.
ECC í Pólandi hefur tekið saman upplýsingaskjöl um helstu réttindi neytenda sem talið er að geti komið flóttamönnum frá Úkraínu að gagni. Í upplýsingaskjölunum hér að neðan eru tekin saman helstu réttindi neytenda og ferðamanna. Yfirleitt er löggjöfin nokkuð sambærileg innan landa ESB (á Íslandi og Noregi), en það gæti í einhverjum tilvikum verið smá blæbrigðamunur.
Skjölin eru aðgengileg á ensku og úkraínsku.
Європейський споживчий центр у Польщі розпочав роботу щодо визначення та перекладу основної правової інформації про споживача, яка може бути важливою для біженців з України, які прибувають до ЄС. Наведені нижче інформаційні бюлетені підсумовують різні проблеми щодо прав споживачів та подорожей для біженців з України та тих, хто їм допомагає. Інформаційні бюлетені містять інформацію як англійською, так і українською мовами.
Long-term and short-term accommodation in the EU
Включає інформацію про:
Довгострокове та короткострокове проживання в ЄС_UA.pdf
Long-term and short-term accommodation in the EU EN.pdf
Mobile phone service in the EU
Включає інформацію про:
ПОСЛУГИ МОБІЛЬНОГО ТЕЛЕФОНУ В ЄС_UA.pdf
MOBILE PHONE SERVICES IN THE EU
Right to a basic bank account
Включає інформацію про:
ВАШЕ ПРАВО НА ОСНОВНИЙ БАНКІВСЬКИЙ РАХУНОК
YOUR RIGHT TO A BASIC BANK ACCOUNT
Passenger rights in the EU (general and air travel)
Включає інформацію про:
ПРАВА ПАСАЖИРІВ ПОВІТРЯНИХ СУДЕН
AIR PASSENGER RIGHTS IN THE EU
Passenger rights (trains, coaches and boats)
Включає інформацію про:
ПРАВА ПАСАЖИРІВ (ПОЇЗДИ, АВТОБУСИ ТА ЧОВНИ)
PASSENGER RIGHTS (TRAINS, COACHES & BOATS)
Renting a car in the EU
Включає інформацію про:
Legal and commercial guarantees
Включає інформацію про:
ЮРИДИЧНІ ТА КОМЕРЦІЙНІ ГАРАНТІЇ
LEGAL AND COMMERCIAL GUARANTEES
Cancellation rights (cooling-off period)
Включає інформацію про:
ECC-Netið hefur fengið ábendingar um að óprúttnir aðilar hafa verið að senda svikapósta með nöfnum og lógóum hjá ECC stöðvum í Evrópu. Innihald póstana eru á þá leið að viðkomandi hafi lent í svikahröppum og er boðin aðstoð frá ECC-netinu. Þessir póstar eru svikapóstar og ekki sendir út af ECC-Netinu.
Efni svikapóstanna
Óprúttnir aðilar nota gjarnan slíka svikapósta (e. phising emails) til að nálgast upplýsingar um fólk og stela fjármunum af þeim. Nýlegt dæmi er svikapóstur þar sem viðkomandi móttakandi er upplýstur um að hann hafi lent í svikamillu í Kýpur. Í svikapóstinum er boðin fram aðstoð við að endurheimta fjármuni frá svikamyllunni og er viðtakandi beðinn um að senda upplýsingar um bankafærslur. Í svikapóstinum er einnig settur undir falskur tengiliður og tekið fram að hann geti í sumum tilvikum verið ábyrgur fyrir að greiða út fjármuni.
Í þessu nýlega dæmi var notast við netföng og persónuupplýsingar starfsmanna ECC í Kýpur. Í svikapóstinum var einnig notað lógó ECC og Evrópusambandsins. ECC stöðin í Kýpur hefur þegar tilkynnt þessa svikapósta til þarlendra lögregluyfirvalda sem er nú að rannsaka málið.
Mikilvægar upplýsingar
Hvað getur þú gert?
Hefur þú fengið grunsamlegan tölvupóst? Ekki svara póstinum, ekki ýta á neina hlekki og ekki opna nein viðhengi sem fylgir póstinum. Hafðu samband við ECC stöðina í þínu heimalandi. Sú stöð getur skoðað póstinn og séð hvort hann sé grunnsamlegur og í kjölfarið varað aðra neytendur við slíkum tölvupóstum ef þörf er á.