Farangur skilar sér ekki

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Finnskur ferðamaður átti bókað flug frá Toronto til Helsinki með millilendingu í Keflavík, en þegar hann lenti í Finnlandi kom í ljós að farangurinn hafði ekki skilað sér. Flugfélagið lofaði að koma farangrinum til Nýja Sjálands þangað sem ferðamaðurinn var að fara daginn eftir. Það tók flugfélagið hins vegar níu daga að koma farangrinum á leiðarenda. Loksins þegar farangurinn barst þurfti maðurinn til að kaupa sér rútumiða svo hann gæti náð í farangurinn á flugvöllinn. Hann óskaði eftir endurgreiðslu á þeim kostnaði sem hann varð fyrir vegna tafa á farangrinum en fyrirtækið varð ekki við þeirri ósk. Hann leitaði þá eftir aðstoð ECC-netsins sem hafði samband við flugfélagið sem endurgreiddi ferðamanninum kostnaðinn, um 120 evrur.

ECC Categories: