Bensín í stað dísel

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:45
Íslenska

Nokkrir austurrískir ferðamenn leigðu bíl af íslenskri bílaleigu en lentu í því óhappi að setja bensín á bifreiðina, en hún gekk fyrir dísel eldsneyti. Vegna þessa skemmdist bifreiðin og bílaleigan rukkaði ferðamennina um 4.000 evrur, en lofaði að endurgreiða þeim ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri. Ferðamennirnir fengu þó aldrei lokaviðgerðarreikninginn og leituðu því til ECC eftir aðstoð við að fá reikninginn og fá endurgreitt ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri. Eftir að ECC á Íslandi setti sig í samband við bílaleiguna fengu ferðamennirnir lokaviðgerðarreikninginn, sem var hærri en það sem bílaleigan var búin að rukka ferðamennina fyrir. Þá kom í ljós bílaleigan réðst í raun í mun umfangsminni viðgerðir en bílaumboðið og framleiðandi bifreiðarinnar ráðlögðu. ECC á Íslandi gat því staðfest að bílaleigan væri ekki að hlunnfara ferðamennina og þeir fengu öll nauðsynleg skjöl í málinu.

ECC Categories: