Bílaleigubíll afpantaður

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:15
Íslenska

Franskur ferðamaður pantaði bílaleigubíl í gegnum bókunarsíðu leigumiðlunar á netinu og hugðist nota hann á ferðalagi sínu um Ísland. Hann þurfti að greiða hluta leigunnar strax til bókunarsíðunnar en samkvæmt skilmálum var heimilt að afpanta leigu þar til sólarhring áður en leigutími skyldi hefjast og fá leiguna endurgreidda að fullu. Svo fór að ferðamaðurinn þurfti að afpanta leiguna áður en sá frestur sem afbókunarskilmálinn kvað á um rann út og fór hann fram á að endurgreiðslu. Þar sem tilraunir ferðamannsins til að fá endurgreitt báru ekki árangur leitaði hann til ECC-netsins. Eftir að starfsmenn ECC á Íslandi höfðu samband við leigumiðlunina fékk hann loks fulla endurgreiðslu.

ECC Categories: