Getur ECC hjálpað mér?

Hefurðu lent í vandræðum í tengslum við kaup á vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópulandi? Veistu ekki hvert á að leita? Við getum hjálpað. Við veitum neytendum ókeypis ráðleggingar og aðstoð vegna viðskipta við erlenda seljendur og reynum að ná sáttum milli aðila.

Séu neytendur ósáttir við vöru eða þjónustu sem þeir hafa keypt af erlendum seljanda er best að byrja á að kvarta við seljandann, helst skriflega, þannig að hægt sé að sýna fram á að kvörtun hafi verið send. Oft tekst neytendum og seljendum að leysa málin í sátt sín á milli í kjölfar slíkrar kvörtunar frá neytanda. Takist það hins vegar ekki tekur ECC Ísland málið til frekari skoðunar. Sé niðurstaða þeirrar skoðunar sú að neytandinn eigi réttmæta kröfu sendum við málið svo til ECC-stöðvarinnar í heimalandi seljandans sem vinnur málið þá áfram og leitar lausna. Ef ECC Íslandi berst kvörtun vegna íslensks seljanda höfum við samband við viðkomandi og reynum að leita sátta. Takist sú umleitan ekki leiðbeinum við neytendum svo um hugsanlegt framhald málsins, t.a.m. með því að aðstoða við að leggja ágreininginn fyrir kæru- eða úrskurðarnefnd sé slíkri nefnd til að dreifa. Undanfarin ár hafa um 70.000 erindi á ári að meðaltali borist netinu frá evrópskum neytendum.

 


Hvað getur Evrópska neytendaaðstoðin gert fyrir þig

 

Hún veitir hjálp og gefur ráð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs.

Hlutverk okkar felst í því að veita upplýsingar, ráð og aðstoð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs. Þjónusta okkar er ókeypis.

 

Við getum:

•Ráðlagt þér um réttindi viðskiptavina vegna viðskipta og ferðalaga samkvæmt Evrópureglum og lögum viðkomandi ríkis

•Gefið hagnýt ráð til þess að spara þér fé og komast hjá vandamálum

•Hjálpað þér við að kvarta yfir seljanda í öðru ESB-ríki, Íslandi eða Noregi vegna viðskipta erlendis, hvort sem er á staðnum eða Netinu

•Haft samband við seljandann til þess að reyna að leysa úr málinu

•Ráðlagt þér um næstu skref, náist ekki vinsamleg lausn á málinu. Sem dæmi má nefna sáttamiðlun, úrskurðarnefndir eða aðrar lögformlegar aðgerðir

•Hjálpað þér við að finna réttan aðila til þess að annast mál þitt, þurfi að fylgja því eftir.

 

Við getum ekki:

•Neytt seljendur til þess að bregðast við. Við treystum á samkomulagsleiðina sem dugar í minnst helmingi mála

•Komið fram sem lögmaður þinn

•Tekið mál þitt til meðferðar ef einhver þeirra sem málið varðar býr utan ESB, Noregs eða Íslands.

 

Meðal algengustu verkefna sem Evrópska neytendaaðstoðin fær til meðferðar eru:

•Viðskipti á netinu, svo sem umþóttunartími, afhendingartími, skýrar upplýsingar og 2 ára lögformlegur kvörtunarfrestur

•Kaup á vörum og þjónustu með 2 ára kvörtunarfresti, viðgerðarréttur, ný vara í stað þeirrar gölluðu og endurgreiðsla og meginreglan um jafna meðferð

•Réttindi flugfarþega vegna aflýstra flugferða, seinkana og aðstoðar af því tagi, þegar fólki er neitað um að fara um borð eða ef farangur týnist eða skemmist

•Réttur farþega í pakkaferðum til upplýsinga, til þess að yfirfæra pakkaferðina á annan, til verðábyrgðar og til þess að velja annan pakka eða fá endurgreitt þegar innhald pakkaferðar breytist

•Vandamál með bílaleigu, svo sem óskýr skilaboð um verð og kostnað við valkvæðar viðbætur auk ósanngjarnra samningsskilmála

•Skiptileiga/sumarleyfisklúbbar, þar með talinn rétturinn til þess að fá allar viðeigandi upplýsingar áður en skrifað er undir samning, umþóttunartími og tengdar reglur um greiðslu.

 

Finndu þína þjónustumiðstöð