Fréttasafn

Stefna okkar

Að auka traust í viðskiptum yfir landamæri ESB-ríkja

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (European Consumer Centres -  ECC-Net) er sú að veita neytendum innan ESB auk Íslands og Noregs ókeypis aðstoð og ráðleggingar, lendi þeir í vandræðum með viðskipti yfir landamæri.

Það er lykilatriði að stuðla að því að neytendur skilji betur og framfylgi réttindum sínum sem evrópskir borgarar og geti sem best nýtt sér innri markaðinn í Evrópu.


Ertu með ofnæmi og á leið til útlanda?

Samkvæmt Evrópureglum er skylt að merkja sérstaklega ákveðna ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Þetta á t.a.m. við um korn sem inniheldur glúten, hnetutegundir, fisk, sojabaunir, sinnep og egg. Um matvælamerkingar má fræðast nánar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.


Neytendur á ferð og flugi – skaðabætur vegna seinkunar

Komi til tafa eða aflýsingar á flugi eiga farþegar margvíslegan rétt. Þessi réttur byggir á Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega og er því sambærilegur í öllum ríkjum EES og einnig þó flogið sé frá öðrum löndum til EES-svæðisins, ef flugrekandinn er frá EES-svæðinu. Þannig eiga flugfarþegar t.a.m. rétt á ýmiss konar aðstoð vari seinkun í ákveðinn tíma eða flugi er aflýst, t.d. hressingu, gistingu ef þörf er á og ferðum til og frá flugvelli. Einnig eiga flugfarþegar, samkvæmt ákveðnum reglum, rétt á endurgreiðslu flugs eða breytingu á flugleið til að komast til ákvörðunarstaðar. 


ECC-netið - hvað er nú það?

Á síðasta ári fagnaði ECC-netið tíu ára afmæli sínu en á þessum tíu árum höfðu 650.000 neytendur haft samband. Fjöldinn eykst ár frá ári og nú hafa um 100.000 neytendur samband árlega. Stundum er einfaldlega um að ræða fyrirspurnir, þ.e. neytendur vilja vita hvaða rétt þeir eiga í viðskiptum við seljendur í öðrum löndum, en í öðrum tilvikum hafa viðskipti þegar farið fram og neytendur vilja vita hvort brotið hafi verið á rétti þeirra. Þessum erindum er svarað og í mörgum tilvikum dugir sú leiðsögn neytendum til að leysa málin á farsælan hátt.


Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.


7 góð ráð vegna EM í fótbolta 2016

ECC netið hefur nú gefið út gagnleg ráð fyrir þá sem eru að fara til Frakklands á EM í fótbolta 2016. Hægt er að skoða skjalið á íslensku hér og á ensku hér  (athugið að tímasetningar á leikjum í enska skjalinu eru á staðartíma í Frakklandi). Einnig má nálgast skjölin undir „útgefið efni“ hér á eccisland.is síðunni


Mismunun eftir þjóðerni

Hvernig mundum við bregðast við svona þjónustu í verslun? En á netinu? BEUC, Evrópusamtök neytenda, hefur gert myndband sem skoðar mismunun neytenda eftir þjóðerni á nýstárlegan hátt.

 


Ný skýrsla frá ECC-netinu um kaup á bifreiðum á milli landa

ECC-netið hefur nú gefið út skýrslu til að aðstoða neytendur sem hyggjast kaupa bifreiðar af löndum innan Evrópusambandsins, eða í Noregi, og flytja til síns heimalands. Þar er að finna svör við ýmsum spurningum, svo sem hvaða gögn þurfa að vera til staðar við kaupin, í hvaða löndum þarf að greiða virðisaukaskatt og margt fleira.

Hér er hægt að lesa skýrsluna (á ensku).