Stefna okkar

Að auka traust í viðskiptum yfir landamæri ESB-ríkja

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (European Consumer Centres -  ECC-Net) er sú að veita neytendum innan ESB auk Íslands og Noregs ókeypis aðstoð og ráðleggingar, lendi þeir í vandræðum með viðskipti yfir landamæri.

Það er lykilatriði að stuðla að því að neytendur skilji betur og framfylgi réttindum sínum sem evrópskir borgarar og geti sem best nýtt sér innri markaðinn í Evrópu.

Stefna okkar er að tryggja að allir skilji á fullnægjandi hátt og virði löggjöf um viðskipti yfir landamæri. Verkefnið snýr bæði að neytendum og seljendum því við stefnum líka að því að auka skilning viðskiptalífsins á réttindum neytenda. Í stuttu máli má segja að við aðstoðum seljendur við að tryggja að vörur þeirra, þjónusta og starfshættir uppfylli lagalegar kröfur í viðskiptum við erlenda neytendur.

Evrópska neytendaaðstoðin hefur það að markmiði að leita sátta í deilum viðskiptavina og seljenda og að koma á tengslum sem byggjast á trausti, jafnræði í samskiptum, gagnsæi og trúnaði.

Evrópska neytendaaðstoðin er samstarf miðstöðva í 30 þjóðlöndum með það að markmiði að tryggja skilvirk samskipti og virk tengsl miðstöðvanna sjálfra. Hver miðstöð fyrir sig stefnir sífellt að því að bæta gæði þjónustunnar og að gera bæði hverja miðstöð fyrir sig og þær allar í sameiningu sem sýnilegastar.

Evrópska neytendaaðstoðin gegnir einnig því hlutverki að styðja við úrbætur hvað varðar stefnumótun og löggjöf. Miðstöðvarnar vinna að þessu í samstarfi við bæði ESB og hvert ríki fyrir sig með því að skilgreina mikilvæga þætti í réttindum neytenda og að gera sér grein fyrir nauðsynlegri þróun í lagasetningarferlinu. Evrópska neytendaaðstoðin vinnur þannig að því að styrkja lagalegt umhverfi og stuðla að innleiðingu neytendalaga, bæði á landsvísu og innan ESB. 

Finndu þína miðstöð 

 

ECC Flokkun: 
Almennt / Um ECC-Netið