Gildi okkar

Að vinna á fagmannlegan hátt að því að ná sáttum, jafnframt því að tryggja gagnsæi, hlutleysi og trúnað við bæði neytendur og seljendur

Áhersla á viðskiptavininn

Við gerum okkar besta til þess að tryggja að viðskiptavinir fái viðeigandi upplýsingar, ráð eða aðstoð. Við leggjum aðaláhersluna á þá í starfsemi okkar og leggjum okkur bæði fram um það að sjá fyrir þarfir þeirra og að gefa sem nákvæmastar upplýsingar eða þjónustu.

Fagmennska

Við veitum skýrar og nákvæmar upplýsingar. Við einsetjum okkur að bregðast hratt við fyrirspurnum og að beina neytendum í réttar áttir. Við vinnum sífellt að því, bæði sem sjálfstæðar miðstöðvar og samstarfsnet, að bæta gæði þjónustu okkar.

Gagnsæi

Við gerum alltaf neytendum eða seljendum grein fyrir því hvað er hægt að gera og hvað ekki. Allt okkar starf einkennist af gagnsæi þegar mál eru rannsökuð og tillögur gerðar. Við leggjum fram lagalegar skírskotanir í öllum málum.

Hlutleysi

Starfið snýst um sanngirni og trúverðugleika, við tökum ekki afstöðu. Við reynum að skilja og túlka lögin sem réttast og leitum leiða til þess að ná málamiðlun sem er sanngjörn og viðunandi í augum beggja málsaðila.

Trúnaður

Við gætum þess að halda fullan trúnað vegna allra gagna og samskipta sem málið varða.

 

Finndu þína miðstöð

 

ECC Flokkun: 
Almennt / Um ECC-Netið