10 góð ráð til að forðast kaup á fölsuðum varningi á netinu

Alþjóðadagur neytenda er haldinn 15. mars ár hvert. Af því tilefni hefur ECC-Netið gefið út vefbækling með góðum ráðum fyrir neytendur til að forðast kaup á fölsuðum vörum á netinu. Falsaður varningur er í boði í mörgum vöruflokkum svo sem á lyfjum, snyrtivörum, barnaleikföngum, skóm og í bílavarahlutum. Nokkuð auðvelt er að nálgast slíkar vörur á netinu og í mörgum tilvikum eru þær á mjög hagstæðu verði. ECC-Netið mælir ekki með að neytendur kaupi falsaðan varning, en falsaðar vörur geta ógnað heilsu og öryggi notenda þeirra. Til að varna því að neytendur kaupi falsanir þá hefur ECC-Netið gefið út 10 góð ráð fyrir neytendur til að forðast kaup á fölsuðum varningi á netinu.

10 ráð ecc-netsins um hvernig þú getur forðast að kaupa falsaðan varning á netinu
Viltu vera viss um að þú sért ekki að kaupa falsaðan varning? Skoðaðu 10 ráð ECC-Netsins:

  • Kannaðu hver seljandinn er
  • Skoðaðu umsagnir annarra neytenda
  • Athugaðu hvort vefsíðan þar sem varan er seld sé gæðamerkt eða vottuð
  • Skoðaðu hvernig síðan er uppbyggð með tilliti til þess hvort um trúverðuga síðu sé að ræða
  • Kannaðu hver réttur þinn er samkvæmt heimasíðu seljandans
  • Skoðaðu myndir af vörunni vel
  • Athugaðu hvert verð vörurnar er
  • Farðu á heimasíðu hjá opinberum söluaðila viðkomandi vöru og athugaðu hvort vefsíðan hafi leyfi til að selja vörur frá honum, eða hvort hún sé á svörtum lista.
  • Borgaðu með öruggum hætti
  • Kannaðu vel hvort að um sé að ræða endurnýjaða vöru eða hvort hún sé ný.

Til að sjá nánari skýringar og ráð er hægt að nálgast bæklinginn í heild sinni á ensku hér.

 

Um ECC-Netið

ECC Ísland er hluti af ECC-netinu (European Consumer Centre Network/Evrópska neytendaaðstoðin) en það er starfrækt í 30 Evrópulöndum, eða öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. Tilgangur netsins er að veita neytendum, sem kaupa vöru eða þjónustu af seljanda í öðru landi innan netsins, upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð komi upp ágreiningur vegna viðskiptanna.

ECC Flokkun: 
Kaup á netinu