Lög um þjónustukaup

(Þessi síða er ekki til á ensku)

Hér á landi eru í gildi sérstök lög um þjónustukaup sem gilda þegar neytendum er veitt þjónusta í atvinnuskyni. Heiti laganna er svo e.t.v. nokkuð blekkjandi en þau gilda ekki um það sem við tölum í daglegu tali um sem þjónustu, eins og þjónustu snyrti- og hárgreiðslustofa, veitingahúsa og gististaða. Lögin gilda hins vegar um vinnu við lausafjármuni og fasteignir (t.a.m. viðgerðarþjónusta og iðnaðarmenn). Í lögunum er m.a. fjallað um það hvenær seld þjónusta telst gölluð og hvaða úrræði neytendum standa til boða sé um gallaða þjónustu að ræða.

Þessi lög byggja ekki á Evrópureglum og því má ætla að reglur um þjónustukaup séu eitthvað frábrugðnar þeim í öðrum löndum. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands er svo hæpið að ætla að íslenskir neytendur kaupi mikla þjónustu, eins og hún er skilgreind í þjónustukaupalögum, af erlendum seljendum.

Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup