Kvörtunarfrestur

Sé vara (hér getur verið um að ræða allt frá sokkapari og upp í lúxusbifreiðar) gölluð á neytandi rétt á að fá gert við hana, fá nýja vöru í staðinn, fá afslátt af kaupverðinu eða hætta við kaupin. Neytandi getur kvartað yfir galla sem kemur upp innan tveggja ára frá afhendingu vörunnar (í íslenskum lögum er þessi kvörtunarfrestur þó fimm ár þegar um er að ræða sem er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist).

 Eftir að sex mánuðir eru liðnir frá kaupum þarf neytandinn þó að sýna fram á að gallinn hafi verið til staðar við afhendingu vörunnar, en innan sex mánaða er litið svo á að gallinn hafi verið til staðar frá afhendingu og þarf seljandi þá að sýna fram á það telji hann slæma meðferð neytandans hafa valdið skemmdum eða bilun.  Neytandi þarf alltaf að tilkynna um gallann án ástæðulauss dráttar eftir að hann verður gallans var (það getur verið misjafnt eftir löndum hve langur þessi frestur er en heimilt er að hafa hann allt niður í tvo mánuði frá því gallans verður vart)..

Um galla og úrræði neytenda vegna þeirra er fjallað ítarlega í lögum um neytendakaup, en þau eru sambærileg innan alls EES-svæðisins, og um ófrávíkjanlegan rétt neytenda er að ræða en ekki „ábyrgð“ sem seljandi hefur ákveðið að veita sérstaklega. Lagalegan rétt neytenda til að fá bætt úr galla á vöru má seljandi því ekki skilyrða með neinum hætti.

Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup