Gölluð vara

Neysluvörur – þ.e. lausafé sem neytandi kaupir, s.s. fatnaður, húsgögn, bifreiðar, eldhúsáhöld, raftæki o.s.frv. – eiga að vera í samræmi við samning, þ.e. í samræmi við lýsingar seljanda á þeim, henta til þeirra nota sem neytandinn ætlar þeim, henta til sömu nota og sambærilegar vörur og  vera í samræmi við réttmætar væntingar neytandans hvað varðar gæði og notagildi. Þá skulu fylgja vörunni leiðbeiningar um uppsetningu o.þ.h. Ef þessi atriði eru ekki ´lagi er varan gölluð í skilningi laganna.

Sé vara gölluð að þessu leyti á neytandinn rétt á því að velja milli viðgerðar eða nýrrar afhendingar, sé slíkt ekki ógerlegt eða óhóflegt. Viðgerðir og skipti á vörum skulu fara fram án verulegra óþæginda og kostnaðar fyrir neytandann og innan sanngjarnra tímamarka. Sé viðgerð eða afhending nýrrar vöru ekki möguleg á neytandinn rétt á afslætti eða því að rifta kaupunum (skila vörunni og fá endurgreitt) sé galli verulegur.

Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup