Þjónustutilskipunin

Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins fela í sér innleiðingu á þjónustutilskipun ESB og hafa það að markmiði að greiða fyrir frjálsum þjónustuviðskiptum og tryggja jafnræði þeirra sem veita þjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins en viðhalda jafnframt hágæðaþjónustu.

Lögin fjalla ekki beinlínis um rétt neytenda í einstökum viðskiptum komi upp galli á þjónustunni sem um ræðir, hins vegar er í lögunum kveðið á um bann við mismunun kaupenda þjónustu á grundvelli þjóðernis eða búsetu, og einnig er að finna í þeim reglur um upplýsingar sem eiga að vera aðgengilegar fyrir viðtakendur þjónustu. Neytendastofa sér t.d. um veitingu almennra upplýsinga um kröfur sem gilda um aðgang að þjónustustarfsemi í öðrum EES-ríkjum og um tiltækar leiðir til að leggja fram kvartanir, og hvernig eigi að ná sambandi við ECC-netið og önnur slík samtök eða stofnanir sem bjóða fram aðstoð. Jafnframt er í lögunum að finna ítarlegar reglur um hvaða upplýsingar þjónustuveitendur eiga að veita viðskiptavinum sínum.

Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup