Endurgreiðsla eða breytt flugleið

Ef flugi er aflýst eða farþega neitað um far eiga farþegar að hafa val um:

     a) að fá innan sjö daga endurgreitt að fullu, eftir þeim leiðum sem kveðið er á um í 3. mgr. 7. gr. (þar er talað um að greiðsla skuli fara fram í reiðufé, með millifærslu, í gíró eða með bankaávísun nema farþeginn samþykki annað), upprunalegt verð farmiðans fyrir þann hluta ferðarinnar sem ekki var farinn og fyrir einn eða fleiri hluta ferðarinnar sem farnir hafa verið ef flugið þjónar engum tilgangi lengur með hliðsjón af upprunalegri ferðaáætlun farþegans og, ef við á, flug til baka til fyrsta brottfararstaðar eins fljótt og auðið er,

eða

     b) að breyta flugleið, með sambærilegum flutningsskilyrðum, til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og auðið er

eða

     c) að breyta flugleið, með sambærilegum flutningsskilyrðum, og komast til lokaákvörðunarstaðar síðar meir, við fyrstu hentugleika fyrir farþegann, með fyrirvara um sætaframboð.

 

Þegar um a.m.k. fimm klukkustunda seinkun er að ræða eiga farþegar rétt á því sem talið er upp í a) hér að framan, þ.e. að fá endurgreiðslu og flug til baka til fyrsta brottfararstaðar ef við á auk endurgreiðslu þeirra flugleggja sem reynast tilgangslausir vegna seinkunarinnar.

Einfaldasta dæmið er vitaskuld það ef farþegar vilja hætta við flug, og fá það endurgreitt, eftir að ljóst er að seinkun frá Keflavík verður alla vega fimm tímar.

Flóknara dæmi er hins vegar ef ætlunin er t.d. að fara til Portúgal með millilendingu í Danmörku, en flugið frá Danmörku tefst svo mikið að það þjónar engum tilgangi fyrir farþegann að fara til Portúgal lengur. Þá á hann rétt á endurgreiðslu alls flugsins (bæði leggsins til Danmerkur og þaðan til Portúgal) auk þess sem hann á rétt á flugi aftur til baka til Íslands. 

Tengdar fréttir

Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:


Flug með Air Berlin

Þann 15. ágúst sl. lýsti Air Berlin yfir greiðsluþroti og var fjallað um það hér á heimasíðunni. Nú hefur flugfélagið tilkynnt að það muni ekki starfrækja flug eftir 28. október nk.

Hvað ef Air Berlin hefur aflýst flugi mínu?
Ef farþegi bókaði flug fyrir 15. ágúst sl. þá verður hann að lýsa kröfu sinni í þrotabúið. Ef flugmiði var bókaður eftir 15. ágúst sl. þá hefur Air Berlin lýst því yfir að félagið muni endurgreiða flugmiðann.


Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.