Vitlaus leigutími á bílaleigubíl

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:00
Íslenska

Íslenskur ferðamaður pantaði bílaleigubíl gegnum leigumiðlun á netinu. Þegar hann fyllti út leigubeiðnina breyttist upphaf leigutíma í kl. 10:00, en hann hafði ætlað að leigja bílinn seinna um daginn. Hann komst hins vegar ekki á bílaleiguna fyrr en klukkan 14:00. Þá var honum tjáð að hann væri of seinn og það væri þegar búið að leigja bílinn og að enginn annar bíll stæði til boða. Leigumiðlunin neitaði að ógilda bílaleigupöntunina og neitaði jafnframt að endurgreiða manninum þá 5 daga leigu sem hann hafði greitt fyrir. Ferðamaðurinn setti sig þá í samband við ECC á Íslandi sem hafði samband við ECC í Þýskalandi þar sem leigumiðlunin var skráð. Eftir milligöngu ECC-netsins féllst leigumiðlunin á að endurgreiða helminginn af pöntuninni. Íslenski ferðamaðurinn sætti sig við þá niðurstöðu en ECC-netið mun jafnframt freista þess að fá mismuninn frá bílaleigunni sjálfri.

ECC Categories: