Þýskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á Íslandi í september 2013. Á ferð hans um landið varð hann fyrir miklum sandstormi á Suðurlandi sem olli talsverðu tjóni á bifreiðinni. Bílaleigan bauð ekki upp á tryggingu fyrir slíku tjóni og kom það fram í leigusamningi þeim er ferðamaðurinn undirritaði. Ferðamaðurinn var því rukkaður um 644.412 kr. fyrir viðgerðarkostnaði. Ferðamaðurinn leitaði til ECC í Þýskalandi í þeirri von að hann ætti einhvern lagalegan rétt eða gæti e.t.v. fengið reikninginn lækkaðan með milligöngu aðstoðarinnar. Lagalegur réttur reyndist ekki fyrir hendi en ECC í Þýskalandi freistaði þess að reyna mögulega málamiðlun og sendi því málið til ECC-Íslands sem hafði samband við bílaleiguna og fór fram á að viðgerðarreikningurinn yrði lækkaður sem næmi virðisaukaskatti eða um 130.936 kr. þar sem sá kostnaður lendir í raun ekki á bílaleigunni. Bílaleigan brást skjótt við og endurgreiddi virðisaukaskattinn inn á kort ferðamannsins strax daginn eftir.