Verkfall flugmanna

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Frönsk kona átti bókað flug frá Reykjavík til Parísar en fluginu var seinkað vegna verkfalls flugmanna. Konan krafði flugfélagið um staðlaðar skaðabætur í samræmi við Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega en þeirri kröfu var hafnað. Hún hafði þá samband við ECC í Frakklandi sem sendi málið til ECC á Íslandi. Eftir að ECC hafði samband við fyrirtækið samþykkti það að greiða konunni skaðabætur í samræmi við reglugerðina, eða 400 evrur.

ECC Categories: