Strandaðir Frakkar fá bætur

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Frönsk hjón áttu flug frá Keflavík til Parísar sem átti upphaflega að fara í loftið klukkan kl. 15:40 en seinkaði og fór ekki í loftið fyrr en rúmum þremur tímum síðar. Hremmingar hjónanna héldu svo áfram því stuttu eftir flugtak var farþegum tilkynnt að flugvélinni yrði snúið við vegna bilunar. Hjónin voru þá send á hótel þar sem þau voru í stutta stund áður en haldið var aftur út á flugvöll þar sem vélin átti að vera tilbúin að fara í loftið. Fluginu seinkaði þó enn frekar og fór ekki fyrr en um klukkan 8:20, eða tæpum 17 tímum eftir áætlaða brottför. Hjónin kröfðust skaðabóta í samræmi við Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega en þegar það bar ekki árangur leituðu þau til ECC-netsins. Eftir milligöngu ECC lauk málinu með greiðslu skaðabóta að upphæð 800 evrur samtals.

ECC Categories: