Staðfestingargjald í skemmtisiglingu

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Fimm einstaklingar pöntuðu siglingu gegnum þýska netsíðu í maí og greiddu 10% staðfestingargjald sem nam um 240 evrum á mann.  Ferðin átti að hefjast í lok janúar árið eftir.  Í september kom í ljós að fólkið þurfti að afpanta ferðina.  Í skilmálum á þýsku heimasíðunni kom fram að ef afpantað væri með meira en 60 daga fyrirvara þyrfti að greiða 5% af verði ferðarinnar.  Þar sem meira en 60 dagar voru í brottför óskaði fólkið eftir að fá helminginn af staðfestingargjaldinu til baka.  Seljandi hafnaði þeirri kröfu og sagðist halda eftir öllu staðfestingargjaldinu með þeim rökum að skilmálarnir á síðunni hafi verið úreltir og benti á skilmála skipafélagsins sem sögðu að greiða þyrfti 10% ferðarinnar ef afpantað væri með 60 daga fyrirvara eða meira.  Seljandinn vildi einnig meina að neytendurnir hefðu gert samning við skipafélagið en ekki sig. Í október hafði fólkið samband við ECC á Íslandi sem sendi málið til ECC í Þýskalandi og eftir milligöngu netsins fékk fólkið loks endurgreitt þessi 5% eða u.þ.b. 120 evrur á mann.

ECC Categories: