Skemmdur stuðari

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:00
Íslenska

Franskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á meðan dvöl hans á Íslandi stóð. Við skil á bílnum fundust tvær sprungur á stuðara og óskaði bílaleigan eftir því að ferðamaðurinn greiddi 350.000 kr. í tryggingu fyrir skemmdunum. Eftir að ferðamaðurinn kom heim sá hann að bílaleigan hefði tekið af reikningi hans 175.000 kr. án nokkurra skýringa. Leitaði hann þá til ECC eftir aðstoð. Eftir að ECC hafði samband við bílaleiguna fékk ferðamaðurinn reikninga fyrir viðgerð bifreiðarinnar og mismuninn af hinni innheimtu upphæð og raunverulegum kostnaði við viðgerðina endurgreiddan.

ECC Categories: