Sófaborð skemmist í flutningum

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:15
Íslenska

Sænskur maður keypti sófaborð í gegnum netið frá Kanada. Flutningsfyrirtæki flutti það frá Kanada til Íslands en svo sá annað fyrirtæki um að koma því áleiðis til Svíþjóðar. Þegar borðið var komið heim til neytandans sá hann að það var brotið. Hann sendi þá kvörtun í gegnum kvörtunarsíðu á netinu sem átti að koma henni áleiðis til flutningsfyrirtækisins en fékk aldrei neitt svar frá fyrirtækinu. Hann setti sig þá í samband við ECC og óskaði eftir aðstoð við að fá greiddar skaðabætur vegna tjónsins sem varð á borðinu. ECC hafði samband við flutningsfyrirtækið og kom þá í ljós að kvörtunin hafði aldrei borist og var hann því ekki búinn að kvarta innan tilskilins tímafrests. Eftir að ECC hafði verið í samskiptum við fyrirtækið féllst það þó á að bæta tjónið, þrátt fyrir að tímafresturinn hefði verið liðinn.