Læti í miðbænum

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Bresk hjón dvöldu í viku á gistiheimili í Reykjavík. Þau voru þó ekki sátt við aðstæður þar sem að þeirra mati var óásættanlegur hávaði í herberginu á kvöldin vegna skemmtanahalds. Hjónin kvörtuðu og óskuðu eftir flutningi í annað herbergi en þar sem gistiheimilið var fullbókað var ekki hægt að verða við þeirri ósk. Hjónin kröfðu gistiheimilið um bætur vegna þessa, en þeirri kröfu var hafnað og leituðu þau því til ECC. Eftir að ECC setti sig í samband við gistiheimilið var samþykkt að greiða hjónunum 35.400 kr. í bætur.

ECC Categories: