Hvað er alferð?

Íslenska
Answer: 

Alferð er í raun bara annað nafn yfir það sem í daglegu tali er kallað pakkaferð. Alferð er fyrirfram ákveðin samsetning alla vega tveggja atriða (flutningur, gisting, önnur þjónusta sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar (t.d. ferðir með leiðsögn, bílaleigubíll, miðar á viðburði) ef þjónustan tekur til alla vega 24 klukkustunda eða í henni felst gisting. Þannig er það alferð þegar keypt er sólarlandaferð eða borgarferð með flugi og gistingu. Það er einnig alferð ef keypt er flug og bílaleigubíll. Skiptir þá ekki máli, ef ferðin er fyrirfram samsett, þó greitt sé sérstaklega fyrir aðskilda þætti (einn reikningur fyrir gistingu og annar fyrir flug).