Hringlað með brottför

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Íslenskt par átti bókað flug frá Róm til Kölnar sem átti upphaflega að fara í loftið kl. 20:10 en fluginu var flýtt með skömmum fyrirvara og var nýr brottfarartími kl. 18:35. Þegar parið mætti á flugvöllinn hafði fluginu verið seinkað aftur og fór flugvélin því ekki í loftið fyrr en kl. 23:42 um kvöldið. Vegna seinkunarinnar varð parið fyrir ýmsum óþægindum og missti m.a. af tengiflugi til Íslands. Þar sem flugfélagið svaraði ekki umkvörtunum ákváðu þau að leita aðstoðar hjá ECC á Íslandi. Þaðan var málið sent áfram til Þýskalands og eftir milligöngu ECC fékk parið greiddar staðlaðar skaðabætur að upphæð 800 evrur samtals.

ECC Categories: