Hröð vinnubrögð hjá ECC

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:00
Íslenska

Franskur neytandi leigði sér bílaleigubíl meðan hann var á ferðalagi hér á landi. Við skil bílsins fóru neytandinn og starfsmaður bílaleigunnar yfir ástand hans og var engin athugasemd gerð. Tveimur dögum eftir skil sendi bílaleigan hins vegar bréf til neytandans þar sem tilkynnt var um að skemmdir hefðu fundist á bifreiðinni. Bílaleigan gjaldfærði því 300 evrur af kreditkorti neytandans vegna skemmdanna og tilkynnti jafnframt að 208 evrur að auki yrðu innheimtar á næstu dögum. Neytandinn var að vonum ósáttur við þetta enda kannaðist hann ekki við annað en að hafa skilað bílnum í fullkomnu ástandi. Hann leitaði því til ECC í Frakklandi sem sendi málið til ECC stöðvarinnar á Íslandi. Eftir milligöngu ECC-netsins féllst bílaleigan á að endurgreiða það sem þegar hafi verið rukkað og fella niður fyrirhugaðan reikning, einum sólarhring eftir að ECC á Íslandi fékk málið í hendur. Einnig sendi bílaleigan neytandanum persónulega afsökunarbeiðni vegna óþægindanna. Með aðstoð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar leystist málið því fljótt og vel.

ECC Categories: