Framrúðutjón á bílaleigubíl

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:00
Íslenska

Franskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á Íslandi og varð fyrir framrúðutjóni meðan á leigunni stóð. Þegar hann skilaði bílnum var eigandi bílaleigunnar ekki á svæðinu til að taka á móti bílnum og skoða ástand hans og ferðamaðurinn skilaði því lyklinum og fór heim. Bílaleigan dró svo 42.000 kr. af korti mannsins vegna tjónsins án þess að reikningur fylgdi kröfunni. Maðurinn leitaði þá til ECC-netsins og bað um aðstoð við að fá afrit af öllum reikningum og gögnum svo hann gæti krafið tryggingafélag sitt um endurgreiðslu vegna tjónsins. Eftir milligöngu ECC á Íslandi sendi bílaleigan öll gögn og reikninga vegna tjónsins. Ferðamaðurinn hafði þá tök á að tala við tryggingafyrirtæki sitt og krefjast bóta vegna tjónsins.

ECC Categories: