Fjölskylda lendir í flugverkfalli

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Þriggja manna frönsk fjölskylda átti bókað flug frá Keflavík til Parísar. Fluginu var aflýst vegna verkfalls hjá flugmönnum flugfélagsins. Fjölskyldan fékk flug daginn eftir og endurgreiddi flugfélagið þann aukakostnað sem fjölskyldan varð fyrir. Flugfélagið hafnaði hins vegar kröfu fjölskyldunnar um skaðabætur samkvæmt Evrópureglum og vísaði til þess að um óviðráðanlegar aðstæður hefði verið að ræða. Fjölskyldan leitaði þá til ECC-netsins sem taldi þessa túlkun flugfélagsins á „óviðráðanlegum aðstæðum“ ekki standast. Eftir milligöngu ECC á Íslandi féllst flugfélagið á að greiða skaðabætur skv. reglugerðinni að upphæð 1.200 evrur, eða 400 evrur á hvern farþega.

ECC Categories: