Endurgreiðsla með hjálp ECC

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:15
Íslenska

Finnskur neytandi pantaði vöru af íslenskri netverslun og greiddi fyrir hana. Svo fór þó að neytandanum barst aldrei varan. Í kjölfarið leitaði hann til ECC í Finnlandi sem sendi málið áfram til ECC á Íslandi. Seljandinn taldi sig tvívegis hafa sent vöruna í pósti en þar sem hún hafði þrátt fyrir það aldrei skilað sér féllst hann á að endurgreiða allan kostnað sem neytandinn hafði haft af kaupunum.