ECC aðstoðar flugfarþega

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Breskur ferðamaður átti flug frá Keflavík til Edinborgar. Vegna fellibyls sem gekk yfir Bandaríkin var ekki hægt að fljúga til Edinborgar og voru manninum boðnir tveir kostir þ.e. að fljúga til Gatwick í stað Edinborgar eða hætta við flugið og fá það endurgreitt.  Maðurinn valdi flugið til Gatwick þar sem hann þurfi að komast heim til Edinborgar.  Flugsali taldi að þar með hefði maðurinn valið annan áfangastað og þyrfti því sjálfur að koma sér á lokaáfangastað.  Maðurinn valdi hins vegar umrætt flug þar sem það var honum nauðugur kostur, en varð fyrir því tjóni að þurfa að greiða fyrir flug á milli London og Edinborgar en það kostaði 143 pund.  Maðurinn óskaði eftir endurgreiðslu frá flugfélaginu vegna umrædds flugmiða en flugsalinn taldi að honum bæri einungis að koma manninum til sama lands en ekki lokaákvörðunarstaðar og hafnaði því kröfu hans.  Eftir milligöngu ECC var manninum hins vegar endurgreiddur flugmiðinn enda bar flugfélaginu að koma honum á lokaáfangastað.

ECC Categories: