Bætur vegna seinkunar á flugi

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Þrír neytendur frá Hollandi fóru í frí til Íslands.  Seinkun varð á heimflugi þeirra um tæpa 9 tíma vegna bilunar í vél.  Neytendurnir höfðu samband við flugfélagið eftir heimkomu og óskuðu eftir 400 evrum á mann í bætur ásamt máltíðum sem þeir höfðu þó ekki áttað sig að taka nótur fyrir.  Kröfu þeirra var hafnað. ECC í Hollandi tók við málinu og sendi það til ECC á Íslandi sem óskaði eftir ákvörðun Samgöngustofu  í málinu.  Nokkru síðar var gefin út ákvörðun þess efnis að flugfélagið skyldi greiða hverjum kvartanda 400 evrur í bætur vegna seinkunarinnar.  Bæturnar voru greiddar um ári eftir ferðalagið eða eftir að þriggja mánaða kærufrestur flugfélagsins rann út.

ECC Categories: