Aukagjald hjá bílaleigu

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:00
Íslenska

Íslenskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á ferðalagi sínu um Danmörku. Við undirritun leigusamnings merkti hann við þrenns konar tryggingar með upphafsstöfum sínum en veitti því ekki athygli að bílaleigan hafði bætt við fjórðu tryggingunni í samninginn, án þess að ferðamaðurinn hefði óskað eftir því eða verið sérstaklega tilkynnt um það. Ferðamaðurinn gerði athugasemd þegar honum barst reikningur eftir uppgjör við bílaleiguna en honum var neitað um endurgreiðslu fyrir trygginguna, sem var um 43.000 ISK. Þá leitaði hann aðstoðar hjá ECC á Íslandi sem sendi málið til systurstöðvar sinnar í Danmörku. Málalok urðu þau að bílaleigan samþykkti að endurgreiða ferðamanninum alla upphæðina.

ECC Categories: