Afsláttur vegna bilaðrar bifreiðar

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:15
Íslenska

Spænskur neytandi leigði bíl á Íslandi í 10 daga. Á öðrum degi bilaði bíllinn. Bílaleigan neitaði að afhenda annan bíl og bað manninn um að fara með bílinn á nærliggjandi verkstæði þar sem bilunin var smávægileg. Viðgerðin tók þó einn dag svo maðurinn þurfti að gera hlé á ferð sinni á meðan. Maðurinn hafði farið fram á endurgreiðslu á leiguverðinu sem svaraði til þessa eina dags ásamt skaðabótum en var hafnað. Hann leitaði því til ECC á Spáni sem sendi málið til Íslands til úrlausnar. Eftir milligöngu ECC fékk maðurinn endurgreitt leiguverð sem svaraði til eins dags þar sem hann gat ekki haft afnot af bílnum í heilan dag.  

ECC Categories: