Þýðir eitthvað að kvarta við kortafyrirtækið vegna vöru sem keypt var á netinu?

Íslenska
Answer: 

Ef þú hefur greitt fyrir vöru með kreditkorti en færð vöruna ekki afhenta getur þú borið fram skriflega athugasemd til þíns kortafyrirtækis eða banka, en það skal gert innan 90 daga frá því að búast mátti við afhendingu. Kortafyrirtækið leitar þá eftir sönnun frá söluaðila um hvort varan hafi verið send, en póstferilsskrá á að vera til yfir alla böggla sem sendir eru. Ef söluaðili getur ekki sannað að sendingin hafi átt sér stað er færslan bakfærð.