Ítalskur neytandi fær endurgreiðslu með hjálp ECC

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Neytandi frá Ítalíu leigði bíl á Íslandi.  Við skil á bílnum var hann rukkaður um sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu sem hann hafði keypt hjá bílaleigunni, upp á 162.000 krónur, sökum skemmda á afturstuðara.  Neytandanum fannst þetta ansi há upphæð og leitaði því til ECC-stöðvarinnar á Ítalíu sem sendi málið til ECC á Íslandi.  Eftir að ECC Ísland bað um reikning fyrir viðgerð bílsins kom í ljós að viðgerðarkostnaður var aðeins um 116.000 krónur og var neytandanum því endurgreiddur mismunurinn eða um 46.000 krónur.

ECC Categories: