Íslensk hjón fá bætur vegna aflýsts flugs

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Íslensk hjón áttu pantað flug með erlendu flugfélagi frá Englandi til Spánar. Hálfri klukkustund fyrir áætlaða brottför var fluginu aflýst án frekari skýringa. Eftir að hafa gist á nærliggjandi hóteli fóru hjónin aftur út á flugvöll og var þá sagt að viðkomandi flugfélag mundi ekki fljúga til þessa áfangastaðar næstu tvo daga. Urðu hjónin því að kaupa sér far með öðru flugfélagi. Eftir milligöngu ECC Íslands og ECC-stöðvarinnar í Bretlandi féllst flugfélagið á að greiða hjónunum bætur að upphæð 250 evrur hverju vegna aflýsingarinnar auk þess sem þau fengu upphaflega flugið, og gistinóttina á flugvallarhótelinu, endurgreitt.

ECC Categories: