Ég var að fá tilkynningu um happdrættisvinning í tölvupósti. Hvað á ég að gera?

Íslenska
Answer: 

Algengt er að fólk fái tilkynningar um að það hafi unnið himinháar upphæðir í happdrættum, fengið arf frá fjarskyldum ættingja, eða er beðið um að aðstoða afríska prinsa við að koma milljörðum úr landi. Í öllum tilvikum er um svikamyllur að ræða. Þegar fólk svarar þessum póstum er svarið iðulega það að það þurfi að senda bara örlitla upphæð vegna skatta, bankakostnaðar, til að múta embættismönnum o.s.frv. Síðar er beðið um meiri pening og meiri, en aldrei skilar stóri vinningurinn sér. Gott er að hafa í huga að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt raunin! Ef þú borgar ekki fyrir happdrættismiðann færðu heldur engan vinning. Og af hverju ætti einhver að velja einmitt þig til að aðstoða við flutning milljarða frá Nígeríu? Mikilvægt er að gæta þess að svara aldrei póstum af þessu tagi enda getur þá verið erfitt að losna við svikahrappana.